Image

SÝNINGIN FERÐALOK

image   2


Laugardaginn 18. júlí, klukkan 15 opna þær Kristbjörg Guðmundsdóttir leirlistarkona og hönnuður og Þórdís Árnadóttir myndlistarmaður  sýningu á efri hæðinni í Listhúsi Ófeigs á Skólavörðustíg 5. Sýningin stendur til 12. ágúst og er opin á opnunartíma verslunarinnar það er alla virka daga frá 10 – 18 og um helgar frá 11 – 16.

Þórdís sýnir óhlutbundin akrýlmálverk á striga. Málverkið er Þórdísi verkfæri sem teygir sig inn í innstu hugarfylgsni hennar og  þangað sækir hún sinn innblástur.

Þórdís stundaði nám við Myndlistakóla Reykjavíkur 1979 -1982 og útskrifaðist frá Fósturskóla Íslands 1986. Hún brautskráðist frá Den Fynske Kunstakademi 1990. Vinnustofa Þórdísar er að Laugarnesvegi 76, 105 Reykjavík, netfangið er hattur60@gmail.com <mailto:hattur60@gmail.com>

Kristbjörg sýnir duftker af ýmsum stærðum og gerðum en hún fékk styrk frá Hönnunarsjóði til hönnunar duftkerja og er sýningin afrakstur þeirrar vinnu. Duftkerin  eru unnin í postulín og steinleir. Þau eru ýmist steypt í gifsform eða handmótuð og eru af ýmsum stærðum og gerðum.

Kristbjörg er þekkt fyrir notkun kritsallaglerunga. Hún er ein hér á landi sem vinnur með slíka glerunga, en þeir eru mjög vandmeðfarnir og erfiðir viðureignar. Hún kallar kristallaglerungana eldrósir og er það leikur að orðinu frostrósir, sem myndast á gluggum í köldu vetrarveðri, en eldrósirnar verða til í ofurhita keramikofnsins. Nokkur duftkerjanna glerjuð með slíkum glerungi. Notagildi, form og fagurfræði notagildisins eru grundvallarviðhorf í öllum verkum Kristbjargar.

Kristbjörg hefur tekið þátt í fjölda sýninga og má þar nefna Clay in Dialogue – Norrænahúsinu, Net á þurru landi – Sjóminjasafninu, Scandinavian Functional Ceramics – Vendsyssel Kunstmuseum, Jótlandi, HönnunarMars, Síðasta kvöldmáltíðin – Skriðuklaustri og síðast með yfirlitssýningu á verkum sínum á Seyðisfirði nú í júní.

Kristbjörg lauk námi frá Myndlista- og Handíðaskóla Íslands 1994 og uppeldis og kennslufræði  frá Háskóla Íslands 1995. Áður hafði Kristbjörg  lagt stund á stærðfræðinám við Háskólann í Lundi 1976-79.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com