Sýning í Anarkíu

12-05-22

BERLÍN – KRÝSUVÍK

Guðlaugur Bjarnason opnar ljósmyndasýningu í Anarkíu í Kópavogi laugardaginn 7. mars kl.15. Á sýningunni verða ljósmyndir frá Berlín og Íslandi, teknar 1998–2005 í Berlín og 2008–2012 á Íslandi. Um kl.16 verður tónverkið „Veðrabrigði“ eftir Ingibjörgu Azimu frumflutt, við ljóð Guðlaugs sem urðu til við tökur á myndaseríunum Íshljómar-Bláminn-Norðanbál. Flytjendur eru básúnukvartettinn Los Trombones trans Atlantico og Magga Stína. Stefnt er að því að flytja tónverkið einnig um hinar helgarnar meðan á sýningunni stendur, nánar auglýst síðar.

Guðlaugur lauk námi við Myndhöggvaradeild MHÍ 1988 og fór á steinhöggvaranámskeið á Gotlandi sama ár. Hann tók þátt í sumarakademíunni í Salzburg í Austurríki 1989 og um haustið hélt hann til Edinborgar í Sculpture School. 1990 lá leiðin til Þýskalands í Kunst Akademie Düsseldorf og lauk hann þar námi sem Meisterschuler 1994. Flutti svo til Berlínar árið 1995 og bjó þar til ársins 2012 er hann snéri aftur til Íslands. Guðlaugur hélt fjölda sýninga og tók þátt í fjölmörgum prójektum og samsýningum, bæði í Skotlandi, Póllandi, Svíþjóð og Þýskalandi á þessum árum.

Sýningin stendur til sunnudagsins 29. mars.

Anarkía listasalur er í Hamraborg 3, gengið inn að norðanverðu. Opnunartímar eru þriðjudaga til föstudaga 15–18, laugardaga og sunnudaga 14–18.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com