Grafík

Sýning Helgu Egisldóttur í grafíksalnum – opnun 27.september kl.17

Helga Egilsdóttir opnar málverkasýningu sína Uppsprettu í í sal íslenskrar grafíkur í Hafnarhúsinu föstudaginn 27. sept. kl.17.

Undanfarna áratugi hefur Helga mestmegnis unnið stór verk, olíu á striga og leitast við að tjá tilbrigði tilfinninganna með lit, formi og línu innan hins klassíska olíumálverks. Helga segir að nafn sýningarinnar Uppspretta vísi til dýptar, hreyfanleika og uppruna.

Verkin á sýningunni eru tíu olíumálverk sem hafa verið unnin á síðastliðnum tveimur árum. Einnig verða á sýningunni nokkur lítil olíukrítarverk. Verkin standa ein, hvert fyrir sig og eru ekki sería. Samt sem áður er töluverður samhljómur með þeim og vinnuferlið hið sama, unnið út frá innsæi, stund og stað, lag fyrir lag á löngum tíma.

Sýningin Uppspretta verður opnuð föstudaginn 27. september kl. 17 og allir velkomnir.

Sýningin verður opin fimmtudaga, föstudaga, laugardaga og sunnudaga frá kl.14-18 og lýkur sunnudaginn 13. október.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com