Image

Sýning Halldórs Ragnarssonar í Listamönnum Gallerí

Halldór Ragnarsson

SVONA SIRKA SVONA.

 1. september –  22. október 2017.

Listamenn – Gallerí

Skúlagata 32,

101 Reykjavík.

 

,,Þessi verk eiga eftir fremsta megni að mynda ákveðna heild í einni sýningu. Síðast gerði ég það sama undir öðrum formerkjum og væntanlega þar á undan og svo framvegis. Ég vann að þessari sýningu fyrst og fremst með því að reyna að byrja oft á tíðum um tíuleytið og vinna frameftir degi. Eins og með allar hinar sýningarnar.

En hvað er það sem gerist á þessum tíma þar sem maður er einn upp á vinnustofu? Hvað ferðast um í hausnum á manni þegar maður ákveður að taka skref að einhverri hugmyndafræði og vinna að henni eins og mánuðum skiptir? Það ferli hefur mér alltaf þótt áhugavert og er oftast það fyrsta sem fer um í hausnum á mér þegar ég skoða sýningar annarra. En skiptir máli hvað er látið fram? Er bara nóg að vera listamaður og gera gult málverk? Hvað með að fjalla bara um gjörðina að gera myndlist? Að gjörningurinn að gera hana sé inntak og heild sýningarinnar eins og ég lagði upp með hér?

Ég ákvað í byrjun að hafa ferlið opið í alla enda og láta innsæið ráða öllum skrefum að gerð þessarar sýningar, ekkert ósvipað og kannski rithöfundurinn lætur eitt leiða af öðru í söguþræði sínum. Sem er að mínum dómi stórkostlega falleg klisja.

Eftir allt, er ég í raun og veru bara að spyrja mig nokkurra spurninga á meðan ég er að smíða saman sýningu. Og kannski mun áhorfandinn spyrja sig eitthvað svipað líka? Ég vona að minnsta kosti eitthvað.”

 

Halldór Ragnarsson er fæddur 1981 í Reykjavík. Hann lauk B.A. gráðu (2007) og M.A. gráðu (2014) frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands eftir að hafa numið heimspeki áður við Háskóla Íslands.

Hann hefur tekið þátt í fjölda samsýninga; bæði hér og erlendis. Svona sirka svona er hans tólfta einkasýning.

 

www.hragnarsson.com

 

 

 

 

 CV:

 

HALLDÓR RAGNARSSON

www.hragnarsson.com

 

MENNTUN

2012 – 2014        M.A. í myndlist við Listaháskóla Íslands.
2011 –  2012        Listkennsla við Listaháskóla Íslands + listfræði og heimspeki við H.Í.

2004 – 2007.       B.A. gráða í myndlist: Listaháskóli Íslands.
2005 – 2006.       Universitat Der Kunste (UDK), Berlín: málaradeild.
2002 – 2004.       Heimspeki, Háskóli Íslands.
EINKASÝNINGAR

 1. Listamenn Gallerí – Svona sirka svona.
 2.     Gallerí Grótta – Útskýringar.
 3. Listamenn Gallerí – Endurgerðir.
 4. Wind and Weather Window Gallery – Sirka nákvæmlega svona.
 5. Gallerí Verkstæði – Við hittumst alltaf aftur (samstarf við fatahönnuðinn Helicopter).
 6. Gallerý Kubbur – Var[st][stu].
 7. Gallerý Þoka – Fráhvörf.
 8. Drop Everything (ÍRL) – Party will start in? (í samstarfi við Mr. Sillu & Gunnar Tynes).
 9.     Listasafn ASÍ  – Saxófónn eða kontór?
  2007.     Ardbia gallery (ÍRL) – Names.
  2005.     Gallery Anima  – Múni. (í samsarfi við Árna Þór Árnason)
  2004.     Gallerý Kubbur  – Krakkar.

  VALDAR SAMSÝNINGAR

 10. Hverfisgallerí – Uppi, niðri.
 11.     Listasafn Reykjanesbæjar – A17.
 12.     Hafnarborg – Bókstaflega.
 13.     Listasafn ASÍ – Þetta er ekki mubla.
 14.     Gallerí Port – Port #2
 15. Kjarvalsstaðir – Nýmálað II.
 16. Festisvall – Mucho Grandi.
 17. Gerðarsafn – Á eiginlega ekki orð.
 18. Listasafn Einars Jónssonar – Samþætting.
 19.     Listasafn Akureyrar – Rými málverksins.
 20.     Laufásvegur Gallerý  – Homies where my heart is.
  2010.     Gallerý Havarí  – Native Presents: …
  2008.     Grasrót 2008  – Irdó.
  2008.     Lost Horse  – 17. júní.
  2007.     Útskriftarsýning LHÍ  – A.
  2005.     Gallery Gyllinhæð  – 17% Gullinsnið.

 

STYRKIR & VERÐLAUN

 1. Listamannalaun til 6 mánaða.
 2. Erasmus+. Vinnustofudvöl í Brussel.
  2009.     Leonardo da Vinci; vinnustofudvöl á suður Ítalíu.
  2007.     Penninn – styrkur fyrir unga upprennandi myndlistarmenn.
 3. Myndstef, ferðastyrkur.
  2007.     Muggur, ferðastyrkur.

ÚTGÁFUR

 1.     A17 – abstrakt list á 21. öld. Listasafn Reykjanesbæjar.
 2. Nýmálað. Listasafn Reykjavíkur.
  2009.     Nin Com Pop. Ljóðabók, eigin útgáfa í 50 númeruðum eintökum.
  2004.     Öreindir af lúsinni. Ljóðabók, eigin útgáfa, 200 eintök.

  TÓNLIST
  2016 –          Meðlimur hljómsveitarinnar Spítala.

2007 –                  Meðlimur hljómsveitarinnar Seabear.
2010 – 2012        Meðlimur hljómsveitarinnar Mr. Silla.
2000 – 2007        Meðlimur hljómsveitarinnar Kimono.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com