6BRF2017

Sýning Birgis Rafns Friðrikssonar – BRF í ART67

Birgir Rafn Friðriksson – B R F

Gallerí Art67, Laugarvegi 61, 101 Reykjavík.

4.nóvember – 30.nóvember 2017

Sýnd eru verk unnin í olíu, akrýl og sprei á striga og pappír. Um er að ræða sýningu, byggða á aðkomumanninum, heimsókn hans til landsins – auknum heimsóknum – og þeirri mynd sem virðist blasa við okkur heimafólkinu um leið og þetta er „að gerast” fyrir okkur. Við munum þurfa að breyta okkur og hugmyndum okkar á gestinum, aðkomumanninum, ferðamanninum osfrv. Ferðamannsstraumurinn, fjöldinn fellur á okkur með þeim þunga og eitthvað þarf að breytast og það hratt. En við erum bara á krossgötunum ennþá; við erum að átta okkur. Eitt af því sem að mun breytast er þessi sýn okkar á ferðamanninn sem gest okkar, þessi persónulega sýn á ókunna aðkomumanninn.

Sýningin er sett upp sem kollage, sem heild, með þeirri von að brotin hafi svipuð áhrif eins og þau mörgu áhrif þráða sem búa til stemmingu eða andrúmsloft.

Verkin eru öll til sölu og má nálgast verð á sýningarstað.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com