Visitors Center Skagen Header2 1024×453

Sýning 8 íslenskra listamanna á Skagen í Danmörku

Dagrún MatthiasdóttirGudmundur Ármann SigurjónssonHrönn EinarsdóttirJónína Björg HelgadóttirÓlafur SveinssonThora KarlsdottirÞorri HringssonÞrándur Þórarinsson

Þessir 8 íslensku myndlistarmenn setja upp stóra samsýningu á Skagen í Danmörku. Sýningin opnar 29.04. kl. 14:00, og stendur til 13.07.2018

Sýningin er haldin í einu glæsilegasta húsi sem byggt hefur verið á jósku heiðunum, teiknað af Jörgen Utzon. Til stendur að gera húsið að Norræna húsi Danmerkur og er þessi stóra sýning íslenskra listamanna þar liður í þeim áætlunum. Nánar um húsið: www.skagen-natur.dk

Verkefnið bar brátt að, en þessir mætu listamenn fara í víking, kynna sig,  verkin sýn, land og þjóð. Vissulega kom til umræðu að þetta væri vel við hæfi þar sem fullveldis afmæli Íslands er einmitt núna á þessu ári.

Sýningarmódel sem þetta er hugsanlega eitthvað sem fram.h. gæti orðið á, enda þarna kominn saman breiður hópur á ýmsum aldri með mikla vídd í sínum verkum, og ótrúlegt hús að sýna í.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com