18 Svartmalmur Verði Ijós Preview

Svartmálmur: Ný sýning í Skoti Ljósmyndasafns Reykjavíkur

(ENGLISH BELOW)

Svartmálmur er yfirskrift nýrrar sýningar í Skoti Ljósmyndasafns Reykjavíkur sem opnaði fimmtudaginn 31. maí. Ljósmyndir á sýningunni eru eftir Hafstein Viðar Ársælsson en hann verður með þungarokksgjörning á opnununni.

Undanfarin þrjú ár hefur Hafsteinn Viðar Ársælsson markvisst ljósmyndað “black metal” eða svartmálms senuna á Íslandi undir dulnefninu „Verði Ljós“.

Heimurinn í kringum þessa tónlistarstefnu virkar á marga sem óaðgengilegur og dularfullur og er því mjög áhugavert fyrir almenning að fá innsýn inn hann. Svartmálmur gegnir lykilhlutverki í landslagi neðanjarðartónlistar og nýtur vinsælda víða um heim. Þrátt fyrir landfræðilega einangrun hefur svartmálmstónlist blómstrað á Íslandi síðastliðinn áratug og klifið upp metorðastigann erlendis. Má þar vafalaust þakka þekktum íslenskum svartmálms tónlistarútgáfufyrirtækjum, hátíðum á borð við Eistnaflug og Oration og einnig alþjóðlega þekktum hljómsveitum sem hafa borið hróður þessarar tónlistar víða.

Á sýningunni eru meðal annars að finna myndir sem teknar eru undir formerkjum skrásetningar og skáldskapar af hljómsveitum eins og Mismþyrmingu, Nöðru, Nyiþ, Sinmara, Svartadauða og Wormlust, sólóverkefni ljósmyndarans sjálfs.

Á meðan sýningu stendur verður til sölu í safnbúð safnsins samnefnd bók sem komin er út, en hún hefur nú þegar fengið mikla umfjöllun í erlendum miðlum og viðtöl birst við Hafstein Viðar í blöðum á borð við Washington Post og í þungarokks tónlistartímaritunum Revolver og Kerrang. Einnig hefur hún hlotið umfjöllun í British Photo Journal.
Hafsteinn Viðar stundaði nám við Ljósmyndaskólann á árunum 2014-2017.

//////////////

 

Black Metal, is the name of a new exhibition in Skotið at Reykjavík Museum of Photography that opened on Thursday 31. May. The photographs displayed are the work of the photographer Hafsteinn Viðar Ársælsson who will be giving a heavy metal performance during the opening.

For many, the scene surrounding this music genre seems elusive and mysterious. Therefore, it is very interesting for the general public to gain insight into it. Black metal has gained a key position in the underground music scene and is popular widely around the world. Despite the  geographic  isolation of Iceland, its black  metal  scene  has  been extraordinary  flourishing  in  the  last  ten  years and has gained worldwide recognition. This is undoubtedly thanks to renowned Icelandic black metal record labels, festivals (such as Oration and Eistnaflug), as well as internationally acclaimed bands.

The exhibition features photographs in the style of documentary and fiction of bands such as Misþyrming,  Naðra,   Nornahetta,  Núll,  Nyiþ, Sinmara,  Svartidauði, Wormlust  – a solo  music  project of the photographer himself.

During the run of the exhibition, a recently published book with the same-title will be on sale in the museum shop. It has already received media coverage abroad and Hafsteinn Viðar has been interviewed in papers such as Washington Post and the metal music magazines Revolver and Kerrang. The book has also been covered in the British Photo Journal.

Hafsteinn Viðar studied at The School of Photography in Iceland from 2014-2017.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com