Aa97872b D7b4 44e8 9b84 C7f24237eb9c

Svart og hvítt: Fjölskylduleiðsögn 24.11. í Hafnarhúsi

Svart og hvítt: Fjölskylduleiðsögn
Laugardag 24. nóvember kl. 11 og 13.00 í Hafnarhúsi

Fjölskylduleiðsögn um sýninguna Erró: Svart og hvítt.

Á þessari sýningu gefur að líta um þrjátíu ný og nýleg svarthvít málverk eftir Erró. Verkin, sem flest koma beint frá vinnustofu hans í París, vitna enn og aftur um sköpunarkraft og uppfinningasemi listamannsins. Í þessum verkum blandar hann leikandi saman sögulegum persónum og manga- og teiknimyndasögufígúrum.

Myndefnið er fjölbreytt og óhætt að segja að flestum hugðarefnum listamannsins séu gerð skil en Erró er þekktur fyrir að láta sér fátt óviðkomandi. Erró hefur unnið áhrifamikil málverk þar sem hann sækir innblástur í heim myndasagna, listasöguna, þetta eru verk ólgandi af kaldhæðni og kímni gagnvart samfélagsmálum og mannlegu eðli.

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com