Surface Transfer

SURFACE TRANSFER II Claudia Hausfeld sýnir í Úthverfu/Outvert Art Space

Laugardaginn 16. febrúar kl. 16 opnar Claudia Hausfeld sýninguna SURFACE TRANSFER í Úthverfu á Ísafirði.

Í verkunum á sýningunni “Surface Transfer” fæst Claudia Hausfeld við ljósmyndir og furðuleg tengsl þeirra við raunveruleikann.  Hún leggur upp með að kryfja bók Vilém Flussers “Towards a Philosophy of Photography” og taka glósur sem hún setur fram sem myndir af hugsunum hans.  Ljósmyndainnsetningin samanstendur af 30 handgerðum silfurprentverkum en með þeim kannar hún möguleikann á því að sigrast á fyrirframákveðinni virkni myndavélarinnar og tengja myndina við eigin staðbundnu tilvísun.

Claudia (f. 1980 í Berlín) setur spurningamerki við áreiðanleika ljósmyndarinnar og innbyggð tengsl hennar við raunveruleikann.  Um þessar mundir einbeitir hún sér að ljósmyndatækni sem gefur svigrúm til að kanna og prófa kjarna greinarinnar.  Claudia Hausfeld er útskrifuð með  BA frá Listaháskóla Íslands og próf í ljósmyndun frá Listaháskólanum í Zürich í Sviss. Auk þess að vinna að eigin verkum starfrækir hún ljósmyndaverkstæði við Listaháskóla Íslands.  Hún býr og starfar í Reykjavík.

In her upcoming exhibition “Surface Transfer”, Claudia Hausfeld deals with photography and its uncanny relationship to reality. As a point of departure she dissects Vilém Flussers book “Towards a Philosophy of Photography” by taking notes and turning them into images of his thoughts. Her photographic installation, consisting of 30 handmade silverprints, explores possibilities to overcome premeditated functions of the camera and to connect the image to its spatial referent.

Claudia (b.1980 in Berlin) questions the reliability of the photographic image and its inherent connection to reality. Her current focus lies with analogue techniques that allow photography to test and explore its own essence. She holds a BA from the Iceland Art Academy and a diploma in photography from the University of Fine Arts Zürich, Switzerland. Alongside her own work, she is managing the photography workshop at the Iceland Art Academy. She lives and works in Reykjavík.

Verið velkomin á opnun sýningarinnar á laugardaginn kl. 16:00. Léttar veitingar í boði.

Sýningin stendur til sunnudagsins 10. mars og er opin fimmtudaga og föstudaga kl. 16 – 18 og eftir samkomulagi.

Uppbyggingarsjóður Vestfjarða og Ísafjarðarbær styrkja starfsemi Gallerís Úthverfu.

OUTVERT ART SPACE / Gallerí Úthverfa

opið fimmtudaga og föstudaga kl. 16-18 og eftir samkomulagi / open by appointment

ArtsIceland – Aðalstræti 22 – 400 Ísafjörður

www.kolsalt.is  +354 868 1845   galleryoutvert@gmail.com

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com