Sunnudagsleiðsögn í Safni Ásgríms Jónssonar 3. maí kl. 15

LI_AJ_00026
SUNNUDAGSLEIÐSÖGN Í SAFNI ÁSGRÍMS JÓNSSONAR


Sunnudaginn 3. maí kl. 15.00 verður Eyrún Óskarsdóttir listfræðingur með leiðsögn um sýninguna Í birtu dagannasem nú stendur yfir í Safni Ásgríms Jónssonar við Bergstaðastræti 74. Eyrún mun fjalla um feril listamannsins og þróun verka hans.


Í BIRTU DAGANNA
MÁLVERK OG TEIKNINGAR ÁSGRÍMS JÓNSSONAR
Verk Ásgríms Jónssonar (1876-1958) spanna langt tímabil í sögu þjóðarinnar. Tíma sjálfstæðisbaráttu og átakatíma þegar sveitasamfélagið er að leysast upp og Reykjavík að verða borgarsamfélag.
Túlkun þess séða og óséða, landslag og sagnaarfur var hans meginviðfangsefni í gegnum allan ferilinn sem spannar fyrri hluta tuttugustu aldar. Málverk hans og teikningar endurspegla einlæga
ást til lands og þjóðar. Val verkanna á sýningunni endurspeglar breiddina í viðfangsefnum listamannsins.


 

logo listasafn

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com