Sunnudagsleiðsögn í Listasafni Íslands. Einar Garibaldi Eiríksson fylgir gestum um sýninguna „A KASSEN Carnegie Art Award 2014“

OKF_A-Kassen_Carnegie_2014_HiRes-5    DSC_0045

 


Sunnudagsleiðsögn 15. mars kl. 14, um sýninguna A KASSEN Carnegie Art Award 2014

 
Sunnudaginn 15. mars klukkan 14 mun Einar Garibaldi Eiríksson, myndlistarmaður, fylgja gestum Listasafns Íslands um sýningu A Kassen-hópsins í Listasafni Íslands.

Myndlistarmennirnir Einar Garibaldi og Davíð Örn Halldórsson voru valdir af dómnefnd til að taka þátt í hinum virtu myndlistarverðlaunum Carnegie Art Award árið 2014 og voru í hópi sautján norrænna listamanna sem valdir voru og áttu möguleika á að vinna ein stærstu listverðlaun heims. Listamannahópurinn A KASSEN vann til þriðju verðlauna Carnegie-fjárfestingabankans, árið 2014 og styrk til handa yngri listamanni hlaut Davíð Örn.
 
Af fjárhagslegum ástæðum varð að hætta veitingu Carnegie-listverðlaunanna og hætta við sýningarferðina árið 2014, og þar með að hætta við að hafa hana í Den Frie-samtímalistasafninu í Kaupmannahöfn. Fyrir vikið myndaðist gat í sýningardagskrá Den Frie og þar á bæ ákváðu menn því að bjóða A Kassen að setja upp einkasýningu. Sýning þeirra er nú í Listasafni Íslands en þar er gengið á hólm við hefðbundna list um leið og skilningi okkar á hugtökum á borð við ,list‘, ,hefð‘ og ,sýning‘ er ranghverft.

Einar Garibaldi stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og útskrifaðist frá Accademia di Belle Arti di Brera í Mílanó á Ítalíu árið 1991. Hann hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum ásamt því að vera sýningarstjóri og sinna kennslu um árabil.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com