Sunday Seven

Sunday Seven verður með gjörningadagskrá á netinu

Hópur gjörningalistamanna sem kalla sig Sunday Seven verður með gjörningadagskrá á netinu í annað skiptið, sem verður meðal annars streymt á artzine.is vefritinu. Dagskránna kalla þau 10 10 2020

Meðlimir Sunday Seven eru :

Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Ásta Fanney Sigurðardóttir, Darri Lorenzen, Ingibjörg Magnadóttir, Magnús Logi Kristinsson, Sigtryggur Berg Sigmarsson, Snorri Ásmundsson, Styrmir Örn Guðmundsson

Laugardagskvöldið 10. Október klukkan 20 að Íslenskum tíma verða gjörningunum streymt frá Berlín, Hannover, Helsinki, Reykjavík, sænsku og frönsku sveitinni á vegg hópsins á facebook og á listveftímaritið artzine.is

Hlekk á Facebook síðu hópsins má finna HÉR

Dagskráin er eftirfarandi :
20:00 – Snorri Ásmundsson
20:20 – Magnús Logi Kristinsson
20:40 – Sigtryggur Berg Sigmarsson
21:00 – Darri Lorenzen
21:20 – Ásta Fanney Sigurðardóttir
21:40 – Ingibjörg Magnadóttir
22:00 – Styrmir Örn Guðmundsson

Ásdís Sif Gunnarsdóttir er komin á steypirinn og verður ekki með að þessu sinni og mun líklega fylgjast með af fæðingardeildinni.
Áætla Sunday Seven að halda “online” gjörningadagskrár reglulega í vetur.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com