Troels Wo Rsel Kopio

Summer Days – Sýningaropnun í Finnlandi 19. maí

Verið velkomin á opnun sumarsýningar Serlachius Gösta safnsins í Mänttä í Finnlandi. Sýningin opnar föstudag 19. maí kl. 18.00, og stendur opin frá 20. til 1. október 2017

Á sýningunni má sjá verk átta norrænna málara af ólíkum kynslóðum og ólíkra nálgana í listsköpun sinni. Auk ljóssins og litanna er það fyrst og fremst hugmyndin um landslagið er sameinar þessa ólíku listamenn, sem nálgast viðfangsefni sín jafnt með beinum og óbeinum hætti. Önnur miðlæg tenging þeirra í milli er þráin eftir sumri -þessari mikilvægu árstíð hér í norðri- er birtist í verkum þeirra sem löngun eða minning, eða sem einskonar táknmyndir jafnt hins lifaða sem hins liðna.

Sýnendur eru: Päivikki Alaräihä (FI), Tor Arne (FI), Einar Garibaldi Eiríksson (IS), Andreas Eriksson (SE), Peter Frie (SE), Olav Christopher Jenssen (NO), Anna Retulainen (FI) og Troels Wörsel (DK). Sýningarstjóri er Timo Valjakka (FI).

Serlachius Museum Gösta

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com