Tengls

Sumarsýningar í MMF / Sláturhúsið

Þann 17.júní kl 15:00 opnaði fyrri sumarsýning MMF í Sláturhúsinu. Sýningin ber nafnið Tengsl og er yfirlitssýning á verkum grafíklistamannsins Ríkharðs Valtingojer (1935 – 2019). Sýningin spannar yfir fimmtíu ára feril Valtingojer og á henni eru málverk frá því snemma á ferlinum og grafíklist sem Valtingojer snéri sér alfarið að snemma á áttunda áratugnum.

Sýningin stendur til 16.júlí og er fyrri sumarsýning MMF þetta árið

Land

Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs opnar myndlistasýninguna Land í Sláturhúsinu þann 18.júlí.

Sýningin er samsýning 6 myndlistamanna sem öll eiga það sameiginlegt að vinna með ljósmyndina sem miðil og landið sem innblástur.

Listamennirnir eru: Daníel Magnússon, Guðmundur Ingólfsson, Hallgerður Hallgrímsdóttir, Katrín Elvarsdóttir, Vigfús Birgisson og Þórdís Jóhannesdóttir

Ljósmynd: Daníel Magnússon – teikningar
WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com