Styrktarsjóður Svavars Guðnasonar og Ástu Eiríksdóttur auglýsir eftir umsóknum úr sjóðnum.

STYRKTARSJÓÐUR SVAVARS GUÐNASONAR OG ÁSTU EIRÍKSDÓTTUR
–UMSÓKNARFRESTUR TIL OG MEÐ 23. OKTÓBER

Styrktarsjóður Svavars Guðnasonar og Ástu Eiríksdóttur óskar
hér með eftir umsóknum um styrk úr sjóðnum.
Styrkirnir eru tveir að upphæð kr. 500.000, hvor
og veitist tveimur ungum, efnilegum myndlistarmönnum.

Eftirfarandi upplýsingar og gögn þurfa að fylgja umsóknum:
Nafn umsækjanda, kennitala, heimilisfang og símanúmer,
þrjár til fimm ljósmyndir, litskyggnur eða stafrænar myndir af verkum
umsækjanda ásamt ítarlegum náms- og listferli.

Umsóknir merktar: Styrktarsjóður Svavars Guðnasonar og
Ástu Eiríksdóttur, sendist til og með 23. október 2017 til
Listasafns Íslands,
Laufásvegi 12, 101 Reykjavík.

Í dómnefnd sitja:
Fulltrúar SÍM og LHÍ auk safnstjóra LÍ.


Frekari upplýsingar í síma:
515 9600

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com