Styrkir til evrópskra tengslaneta í Creative Europe – umsóknarfrestur 25. nóvember

Markmiðið er að styðja netin og aðildarfélög til evrópsks samstarfs. Netin stuðla að fjölbreytni á sviði tungumála og menningar, styrkja samkeppni, skiptast á og deila margvíslegri reynslu.

Netin samanstanda af minnst 15 aðildarfélögum frá 10 evrópulöndum (þar af 5 frá ESB löndum) Næsti umsóknarfrestur er 25. nóvember 2016 og hægt er að sækja um samstarf til 4 ára.  Nánari upplýsingar og leiðbeiningar er að finna á síðu  Education, Audiovisual and Cultrue Executive Agency  https://eacea.ec.europa.eu/creative-europe/actions/culture/european-networks_en

Hverjir geta sótt um: Þeir sem starfa á sviði skapandi greina, menningarsamtök ýmis konar sem starfa við konar listgreinar eins og myndlist, dans, leiklist, bókmenntir, tónlist, menningararfleifð, arkitektúr, hönnun, hátíðir, handverk, tíska. Einungis lögaðilar á sviði skapandi greina geta sótt um og tilheyra þátttökulöndum Creative Europe. Einstaklingar geta ekki sótt um styrki.

Upphæð styrkja: allt að 250.000€ á ári og 80% af heildarkostnaði. Farið er fram á 20% mótframlag.

Sjá nánar lista yfir styrkt net:
http://www.creativeeuropeuk.eu/european-networks

Umsóknarfrestur er til 25. nóvember 2016. Hægt er að leita eftir aðstoð á Creative Europe skrifstofu Rannís. Umsóknir eru rafrænar, umsækjendur þurfa að verða sér úti um pic númer til að komast áfram með umsókn (participant portal) með því að skrá sig á ECAS grunn .https://ec.europa.eu/education/participants/portal/desktop/en/home.html

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com