Jz6402

Stundum (yfir mig fjallið) eftir John Zurier opnar í BERG Contemporary

Sýning John Zurier, Stundum (yfir mig fjallið) opnar í BERG Contemporary föstudaginn 12. október kl. 17. Sýningin samanstendur af nýjum málverkum sem Zurier vann á Íslandi síðastliðið sumar. Um er að ræða fyrstu einkasýningu á verkum John Zurier í BERG Contemporary.

John Zurier fæddist árið 1956 í Santa Monica, Kaliforníu og útskifaðist með MFA gráðu í myndlist frá University of California, Berkeley árið 1984. Hann býr og starfar í Berkeley og Reykjavík. Zurier tók þátt í 30. São Paulo tvíæringnum í São Paulo, Brasilíu (2012), Kaliforníu tvíæringnum í Orange County Museum of Art, Newport Beach (2010), Gwangju tvíæringnum í Suður Kóreu (2008), og Whitney tvíæringnum í the Whitney Museum of American Art, New York (2002). Hann hefur haldið fjölmargar einkasýningur í Bandaríkjunum, Evrópu og Japan, auk þess sem verk hans eru að finna í opinberum safneignum á borð við the San Francisco Museum of Modern Art, Moderna Museet, Stokkhólmi, University of California og Berkeley Art Museum and Pacific Film Archive. Hann var handhafi John Simon Guggenheim Fellowship styrksins árið 2010.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com