640a4d36 0f0e 4f4a 8e3b 3a73a38b176e

Stúdíó Gerðar á Barnamenningarhátíð í Kópavogi

(ENGLISH BELOW)

Stúdíó Gerðar á Barnamenningarhátíð í Kópavogi

Verk Gerðar Helgadóttur verða í forgrunni í Gerðarsafni í apríl í tilefni af Barnamenningarhátíð í Kópavogi sem fer fram í lok mánaðarins. +Safneignin og Stúdíó Gerðar eru nú með stærra sniði og má þar sjá víraskúlptúra og klippimyndir Gerðar frá hennar fyrstu árum í París og gera eigin verk innblásin af listaverkunum í Stúdíói Gerðar.

Barnamenningarhátíð í Kópavogi fer fram vikuna 24.-29. apríl með fjölbreyttri dagskrá fyrir börn á öllum aldri í Menningarhúsunum í Kópavogi. Virku dagana verður boðið upp á smiðjur í Stúdíói Gerðar fyrir skólahópa og laugardaginn 29. apríl verður fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna í Menningarhúsunum.

Fjölskyldustundir í Stúdíói Gerðar
Boðið er upp á fjölskyldustundir í Stúdíói Gerðar laugardagana 8. apríl og 22. apríl kl. 13-15. Í smiðjunni gefst fjölskyldunni færi á að gera klippimyndir og þrívíða skúlptúra innblásna af verkum Gerðar Helgadóttur (1928-1975). Smiðjan er fyrir alla fjölskylduna og er aðgangur ókeypis.

Samtal í +Safneigninni 
Verið velkomin í óformlegt spjall um verk Gerðar Helgadóttur (1928-1975) í safneignarrýminu +Safneigninni sunnudagana 9. apríl og 23. apríl kl. 14-16. +Safneignin er rými fyrir rannsóknir þar sem gestum er gefinn kostur á að líta á bak við tjöldin og kynnast því sem að öllu jöfnu tilheyrir innra starfi safns.

 ///

Gerður’s Studio at the Children’s Culture Festival in Kópavogur

The works of Gerður Helgadóttir will be in focus at Gerðarsafn in April due to the Children’s Culture Festival in Kópavogur that takes place at the end of the month. +The Collection and Gerður’s Studio have taken over the gallery, where iron sculptures and collages from 1952-53 are on display and children of all ages can create their own works inspired by Gerður.

Family Saturdays in Gerdur’s Studio 
Welcome to a Family Saturday at Gerður’s Studio on 8 April and 22 April at 1-3 p.m. In the workshop we will create collages and three-dimensional sculptures inspired by the works of Gerður Helgadóttir (1928-1975).
The workshop is part of Family Saturdays at The Culture Houses in Kópavogur with a free program for the whole family every Saturday.

Chat in +The Collection   
Welcome to an informal chat about the works of Gerður Helgadóttir (1928-1975) in the collection space +The Collection every Sunday in April at 2-4 p.m (excluding Easter Sunday). +The Collection is a space for research, where visitors are offered the opportunity to look behind the scenes and learn about the inner workings of a museum.

Gerðarsafn
Hamraborg 4, 200 Kópavogur
gerdarsafn@kopavogur.is

www.gerdarsafn.is

s. 441 7600

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com