STREYMI-opnun sýningar Guðbjargar Ringsted í forkirkju Hallgrímskirkju nk. föstudag 20. mars kl. 18-20

gudbjorgringsted_2014_samtal

 

Listvinafélag Hallgrímskirkju kynnir sýningu Guðbjargar Ringsted, í forkirkjunni. Opnun sýningarinnar er föstudaginn 20. mars kl. 18-20

Allir velkomnir.

Sýningin stendur yfir  til 18. maí 2015.

Á sýningunni eru ný málverk eftir Guðbjörgu Ringsted. Málverk Guðbjargar eru að hluta til byggð á jurta- og blómamynstrum íslenska faldbúningsins sem Sigurður Guðmundsson teiknaði á síðari hluta nítjándu aldar. Níels Hafstein forstöðumaður Safnasafnsins við Eyjafjörð hefur fjallað um verk Guðbjargar og segir m.a. um verk hennar: “Guðbjörg finnur blómum sínum nýstárlegan farveg, sem er magnaður upp af persónulegu innsæi og listfengi…. þau eru spegilmyndir umhverfisins, markviss innhverf tjáning. “

Guðbjörg Ringsted stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og hefur sýnt verk sín á sýningum víða um land. Má nefna Hof menningarhús á Akureyri, Edinborgarhúsið á Ísafirði, Safnasafnið við Eyjafjörð og Viðar Gallerí á Akureyri.

www.gudbjorgringsted.is

————-
Listvinafélag Hallgrímskirkju
Hallgrímskirkja
101-Reykjavík

Sími/Tel: +354-510 1000
Fax: + 354-510 1010
list@hallgrimskirkja.is
www.listvinafelag.is

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com