Sím.listamenn

Stórkostlegt tækifæri fyrir félagsmenn

Kæru félagsmenn

Stórkostlegt tækifæri býðst til að selja myndlist á besta stað á Laugaveginum.

SÍM hefur verið boðið að vera með myndlistarsýningu og myndlistarmarkað á Laugavegi 31, ( áður Kirkjuhúsið) á tveimur neðstu hæðunum.

Öll aðildarfélög SÍM geta fengið sér svæði í húsinu til að kynna sig og setja upp spennandi og vandaðan myndlistarmarkað.

Þetta er kjörið tækifæri fyrir félagsmenn til að koma sér og myndlist sinni á framfæri og auka tekjumöguleika sína fyrir jólin.

Mikilvægt er að þeir sem hafa áhuga á þátttöku sendi inn umsókn á netfangið: ingibjorg@sim.is,  fyrir kl. 23:59 föstudaginn 13. nóvember n.k.

Fyrirhugað er að hafa opið daglega frá 18. nóv. og fram til jóla, frá kl. 14:00 til kl. 20:00 .

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com