Nr.1.jakob

Stokkur Art Gallery – Sýningaropnun 4. október

Snortinn

Mynlistarsýningin Snortinn verður opnuð föstudaginn 4.okt. 2019 í Stokk Art Gallery á Stokkseyri kl.17.00. Jakob Veigar Sigurðsson mynlistamaður sýnir þar verk sem hann hefur unnið undanfarið með meistaranámi við Lista akademíuna í Vínarborg sem hann lauk nú í vor. Jakob Veigar leysir úr læðingi ógnar kraft þegar hann kemur tilfinningum og ákalli til okkar á strigann. Það er eins og allt láti undan í einhvers konar æði. Undir niðri hvílir skipulag og viðkvæmni sem stýra verkinu og heldur því uppi.

Snortinn  er málverkainnsetning og notast við firðrildi sem tákn umbreytinga. Við lifum á tímum mikilla breytinga bæði jákvæðra og neikvæðra en við  þurfum að horfast í augu við hvernig neysluhyggja okkar er að ganga á náttúruna.  þúsundir tegunda eru í útrýmingarhættu og stöðugt fleiri bætast á þann lista bæði vegna mengunar og loftslagsbreytingar af mannavöldum. Verkin á sýningunni kalla á að hver og einn taki persónulega á neysluháttum og umgengni við náttúruna í stað þess að ýta ábyrgðinni yfir á aðra eða bíða eftir því að stjórnvöld bregðist við. Náttúran mun alltaf finna leið en kannski ekki á þann veg eða á þeim tíma sem við óskum okkur.

Sýningin verður opin til 25.okt. þriðjudag til sunnudags frá kl.13.00 til 17.00

Stokkur Art Gallery, Hafnargötu 6 Stokkseyri  825 Árborg

Jakob Veigar Sigurðsson er fæddur og uppalinn í Hveragerði. Hann lærði byggingatæknifræði en söðlaði um og fór yfir í myndlist. Hann útskrifaðist sem Magister í Myndlist frá Lista akademíuni í Vínarborg( Akademie der Bildenden Künste) 2019 og BA frá myndlistardeild Listaháskólans 2016. Jakob var nýlega boðið að vinna með samtökunum Basu Fundation um að kynna myndlist hans á alþjóðlega vísu og mun fyrsta sýning hans á þeirra vegum verða í febrúar á næsta ári í Kalkútta á Indlandi  Hann hefur tekið þátt sýningum á Íslandi, Danmörk, Austurríki, Kýpur, Usa, og Kína.

www.jakobveigar.com

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com