Vorbodinn 1024×859 1

Stokkur Art Gallery: Menneskja

Sýningaropnun laugardaginn 6.júní 2020 kl.15-18

„Manneskja“ er yfirskrift sýningarinnar, þar sem allskonar manneskjur birtast á striganuma hjá Dagbjörtu. Verkin eru fígúratív málverk sem sýna fólk í hinum ýmsu stellingum. „Fólk vekur minn áhuga. Ég elska að mála fólk, ég rannsaka fólk, líkama þeirra, andlitsfall, fatnað og ég veit ekki hvað og hvað …“

Viðfangsefni mannlífsins eru óteljandi og það er lífsglíma hvers og eins
sem gerir mann einstakan. Fyrirmyndirnar koma úr öllum áttum. Umfjöllunarefnið er fólk sem tilheyrir fortíðinni, nútíðinni og framtíðinni. „Ég finn það gjarnan í fjölskyldualbúmum, myndum af vinum, úr verkum annarra listamanna eða af myndum af allskonar ókunnugu fólki sem ég finn á samfélagsmiðlum, í sjónvarpinu, úr auglýsingum, tískutímaritum og fréttablöðum“.

Verkin innihalda litlar samsettar sögur um samleið fólks. Þessar sögur hafa
hversdagslegan, ljóðrænan undirtón og hafa í raun aldrei átt sér stað en við getum öll tengt við þær.

Dagbjört Drífa Thorlacius (f. 1980) útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands með BA próf í myndlist árið 2004 og með diplomagráðu í listkennslufræðum frá sama skóla árið 2006. Hún nam ljósmyndun við Københavns Tekniske skole og lauk MA gráðu í hagnýtri menningarmiðlun frá Háskóla Íslands árið 2013.

Dagbjört Drífa hefur sýnt víða bæði ein og í samvinnu við aðra, komið að ýmsum listtengdum samstarfsverkefnum við erlenda aðila og staðið að útgáfu bókverka.

Sýningin er opin fimmtud., föstud., laugard og sunnud. frá kl.13-17.
Stokkur Art Gallery Hafnargötu 6 Stokkseyri sími: 8925434 netfang: stefan@stokkurartgallery.is

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com