Heima

Stokkur Art Gallery á Stokkseyri: Sýningin “Heima” stendur til 26.júlí

Hanna Siv Bjarnardóttir verður með ljósmyndasýningu á Gallery Stokk í júlí 2020.
Sýningunni lýkur sunnudaginn 26. júlí.

Yfirskrift sýningarinnar er „Heima“
Opnun sýningarinnar „Heima“ fór fram föstudaginn 3. júlí í Gallery Stokk.

Hanna Siv Bjarnardóttir heimsótti nokkra af eldri íbúum Stokkseyrar. Í stuttri heimsókn er hægt að komast að ýmsu um manneskjuna sem þar býr en heimilið endurspeglar persónuleika og sögu fólks. Fólk safnar að sér húsgögnum og smáhlutum, sumir hlutir hafa mikið tilfinningalegt gildi á meðan öðrum er hent eftir stutta viðkomu á heimilinu.

„Mér finnst áhugavert að sjá hvaða hlutum fólk safnar að sér í gegnum ævina. Í litlu samfélagi þekkjast allir og vita nokkurn veginn hvað er að gerast í lífi hvers og eins. Ég kannast við allt fólkið sem ég heimsótti en hafði komið heim til fæstra. Það er skemmtileg upplifun að koma í heimsókn til alls þessa fólks og sjá hvernig þau hafa komið sér fyrir“.
-Hanna Siv Bjarnardóttir

Hanna Siv Bjarnardóttir útskrifaðist úr Ljósmyndaskólanum í janúar 2017. Hún hélt sýningu í Skotinu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur árið 2018, hefur sett upp yfirlitssýningu á verkum sínum á kaffihúsinu Kaffigott á Stokkseyri, ásamt samsýningum og útskriftarsýningu í Ljósmyndaskólanum.

Stefán Hermannsson, myndlistarmaður
stefan@stokkurartgallery.is
Sími: 8925434

Stokkur Art Gallery, Hafnargötu 6, Stokkseyri stokkur@stokkurartgallery.is. S.8925432

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com