Stjórnarfundur stjórnar SÍM miðvikudaginn 20. ágúst 2014

Fundargerð

 

 1. Stjórnarfundur stjórnar SÍM miðvikudaginn 20. ágúst 2014 kl. 13:00-15:00 <z
  haldinn í SÍM húsinu Hafnarstræti 16.

 

Mættir voru: Jóna Hlíf Halldórsdóttir formaður, Erla Þórarinsdóttir varaformaður, Ingibjörg Gunnlaugsdóttir framkvæmdastjóri, Kristjana Rós Oddsdóttir Guðjohnsen, Gunnhildur Þórðardóttir og Steingrímur Eyfjörð meðstjórnendur. Mættir voru á fund sem viðmælendur Katrín Elvarsdóttir og Ragnar Kjartansson. Gunnhildur ritaði fundinn.

 

Fundur settur kl. 13:05.

Dagskrá

 

 1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar borin upp til samþykktar. Fundargerð fyrsta fundar samþykkt.
 2. Dagur Myndlistar – til umfjöllunar og ráða verkefnastjóra. Formaður lagði til að Elísabet Brynhildardóttir, bæði myndlistarmaður og grafískur hönnuður, tæki verkefnið að sér. Hún setti upp STARA nýtt tímarit SÍM. Erla lagði til að vefsíða SÍM yrði gerð viðburðarvænni þannig að hægt sé að skrá viðburði í dagatalsformi og æskilegast að að það væri bæði á ensku og íslensku. Formaður ræddi um að sækja um fleiri styrki fyrir Dag myndlistar t.d. hjá stærstu sveitarfélögunum.
 3. STARA tímarit – til umfjöllunar – næsta rit. Rætt var um að hafa tímaritið bæði á ensku og íslensku auk þess hafa fleiri viðtöl, stutt video og auglýsingar sem gætu verið í viðtalsformi t.d. Arion banki það væri þá hægt að skoða safneign bankans eða innlit í sýningar hjá þeim. Kristjana talaði um að Hönnunarmiðstöðin ætli að fara gefa út fréttarit bæði á ensku og íslensku, hægt að kanna hvernig þau ætli að fjármagna blaðið. Formaður lagði til að ristjórn STARA væri stjórn SÍM. Næsta tímarit kemur út rétt fyrir Dag myndlistar.
 4. BHM umsókn – til umfjöllunar. Umsóknin er nánast tilbúin nema það vantar niðurstöðurnar úr könnun til félagsmanna. Niðurstöðu ætti að vænta í september ef könnunin fer út til félagamanna á settum tíma.
 5. Könnun til félagsmanna – til umfjöllun. Könnun verður send út í næstu viku. Steingrímur ræddi um að hægt væri að hafa kannanir oftar um mál sem eru mikilvæg og þannig er hægt að vera í meiri samskiptum. Rætt var um að hafa örkannanir eða hafa örspurningar á vefsíðu dagsins þá væri vefsíðan samskiptatæki fyrir SÍM við félagsmenn.
 6. Skattamál myndlistamanna- tekið út af dagskrá frestað þar til á næsta fundi.
 7. UMM vefsíðan til umræðu. Kanna hvort hægt sé að gera nýjan gagngrunn fyrir UMM og hægt væri að fá ókeypis forrit á netinu. Fá óháðan aðila með kunnáttu til að kanna þessa möguleika t.d. Huga Hlynsson.
 8. Fundur formanns með listamönnum sem sýndu í Listasafn Íslands – til

umfjöllunar. Formaður ræddi um samninga sem Listasafn Íslands gerði við listamenn sem formaður hitti. Samningarnir eru ekki góðir og engum til sóma. Formaður ræddi um að það yrði að stofna nefnd sem SÍM ætti fulltrúa í, auk fulltrúa frá safnstjórum og frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu til að semja samning með MU samninginn sem fyrirmynd.

 1. Fundur með listasafnstjórum listasafnanna. Formaður hefur boðað safnstjórum stóru safnanna til fundar 10. september kl.10 í SÍM húsinu til að ræða nefndina og samninginn.
 2. BORGUM MYNDLISTAMÖNNUM – herferð – heimasíða – samningur. Rætt var um hvernig er hægt að tækla herferðina. Formaður lagði til að Helga Óskarsdóttir myndi taka að sér að gera vefsíðu fyrir herferðina.
 3. Kortlagning myndlistar – til umfjöllunar. Rætt var um kortlagningu myndlistar og samhengi hlutanna og kortið skoðað eins og það er nú en það er ekki alveg tilbúið. Rætt var um að Unnar Örn tæki að sér að klára undirbúning að kortinu og finna einhvern til þess að skrifa textann. Rætt var um að prenta kortlagninguna og senda í pósti með næstu félagsskírteinum.
 4. Félagsfundur vegna kröfu VR – til umfjöllunar. Rætt var um að hvetja félagsmenn sérstaklega til þess að mæta á fundinn. Senda þrjár áminningar á félagsmenn í gegnum tölvupóst.
 5. Önnur mál. Ragnar Kjartansson og Katrín Elvarsdóttir komu á fund við stjórn SÍM til að ræða stöðuna í KÍM. Ragnar sagði sig úr stjórn KÍM fyrr á árinu en Katrín ákvað að sitja út sitt tímabil. Rætt var að hafa meiri samtal við fulltrúa SÍM í nefndum. Rætt var um hver gæti komið í stað Ragnars og kom Ingibjörg með tillögu að næsti fulltrúi KÍM kæmi úr stjórn SÍM og var tekið vel í það. Helga Óskarsdóttir er varamaður og hefur setið fundi eftir að Ragnar hætti.

 

Fundi slitið kl. 15:07.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com