Stjórnarfundur stjórnar SÍM föstudaginn 24. október 2014

Fundargerð

 1. Stjórnarfundur stjórnar SÍM föstudaginn 24. október 2014 kl. 10:00-13:00
  haldinn í SÍM húsinu Hafnarstræti 16.

 

Mættir voru: Jóna Hlíf Halldórsdóttir formaður, Erla Þórarinsdóttir varaformaður, Ingibjörg Gunnlaugsdóttir framkvæmdastjóri, Kristjana Rós Guðjohnsen, Gunnhildur Þórðardóttir og Steingrímur Eyfjörð meðstjórnendur. Gunnhildur ritaði fundinn.

 

Fundur settur kl. 10:05.

Dagskrá fundar

 1. Fundargerð seinasta fundar til samþykktar. Fundargerð síðasta fundar samþykkt.
 2. Fundur með listasafnstjórum – til umræðu. Fundurinn gekk vel, allir safnstjórar stóru safnanna mættu nema Ólöf K. Sigurðardóttir. Listasafnsstjórar tilnefndu Þorgerði Ólafsdóttur í Nýló og Birtu Guðjónsdóttur og Kristínu Scheving sem varamann í starfshópinn. Formaður mun skrifa hlutverk starfshópsins, senda það á söfnin til að fá samþyki og þá mun það fara í menntamálaráðuneytið. Það verða að vera 5 manns í þessum starfshópi.
 3. Fundur með Krísuhópnum – til umræðu. Rætt var um hvernig hægt er að þrýsta á stjórnavöld varðandi að greiða myndlistarmönnum. Fundur með alþingismönnum í Iðnó næstkomandi föstudag.
 4. STARA II útgáfa – Dagur Myndlistar – Undirskriftarlisti SÍM afhentur föstudaginn 31 okt – til umræðu. 30 skólar eru búnir að skrá sig til að fá myndlistarmann í heimsókn. Formaður fékk fyrirspurn frá Ásmundi Ásmundssyni varðandi Dagur myndlistar kynningar í skólum þar sem hann var ekki sáttur við greiðslu fyrir fyrirlestrana. Venjan er að greiða 15.000 kr fyrir eina kynningu og 25.000 kr fyrir tvær þar sem ætlast er til að myndlistarmaðurinn nýti sömu kynninguna í bæði skiptin. Það verður að samræma launataxtann fyrir myndlistarmennina sem fara í kynningarnar. Athuga hvað gestafyrirlesarar fá hjá Listaháskólanum/BHM. Gunnhildur mun kanna það svo hægt sé að rökstyðja hvar við fáum tölurnar. Ákveðið að uppfæra gjaldskrá SÍM, mikilvægt að hafa ákveðna framtíðarsýn í þeim málum. Föstudag 31. október verður fundur með alþingismönnum í Iðnó kl. 16-18 þar sem rætt verður m.a. um myndlistarsjóð. Formaður mun halda stutt erindi um dag myndlistar og myndlistarsjóð. Ragnar Kjartansson mun flytja erindi og einnig Ósk Vilhjálmsdóttir. Eftir það verða umræður. Markús Þór verður fundarstjóri. Tónlistaratriði frá Curver Thorodssyni. Þeir sem boðaðir verða á fundinn eru blaðamenn, alþingismenn og félagsmenn SÍM en að sjálfsögðu eru allir velkomnir. Rætt var um að gera barmmerki í tilefni dagsins og var tekið vel í það sjá meira um að í liðnum annað.
 5. Könnun SÍM. Könnunin var send út síðastliðinn mánudag 20. október á félagsmenn, ekki hefur verið mikið svarhlutfall en markmiðið er að ná 70%. Send verður áminning á félagsmenn auk þess að setja um það upplýsingar á facebook. Könnunin á ekki að taka nema 20 mínútur.
 6. Ráðningarsamningur við formann – til samþykktar og undiritunar. Samningur formanns ræddur og undirritaður.
 7. UMM – kostnaður við að koma UMM í gang – til umræðu. Rætt var um umm vefsíðuna og fengin verkáætlun frá Skapalón sem hljóðaði upp á rúmlega 8 miljónir sem er of mikill peningur. Formaður fór á fund hjá Skapalón sem var góður og jákvæður. Það verður að gera þetta vel og viðhalda og uppfæra vefinn. Skýra vel út markmið og sýn umm vefsíns og jafnvel breyta um nafn. Sótt verður um styrki til að efla verkefnið og athugað að sækja um hjá m.a. hjá forsætisráðuneytinu, Rannís og Landsbankanum..
 8. Niðurskurður til Listaháskólans – til umræðu. Formaður fór á fund hjá BÍL en Listahaáskólinn er eini háskólinn í landinu sem fær beinan niðurskurð þar sem fjárframlög standa í stað. BÍL mun beita sér fyrir þessu og stjórn SÍM ætti að gera það sama. Formaður hvatti aðra stjórnarmenn að skrifa pistla t.d. Í STARA:
 9. Kanill – jólasýning í SÍM salnum. Í ár var ákveðið að engin stærðartakmörk væru á verkum eftir félagsmenn en hins vegar ákveðið verð sem væri hægt að miða við, 15.000 kr. Formaður og framkvæmdastjóri ræddu um að SÍM væri fyrst á lista yfir að fá klósettin í Bankastræti sem sýningarrými og jafnvel hætta með SÍM salinn sem sýningarrými. Send verður áminning um kanil á félagsmenn. Boðið verður upp á að sýna m.a. skyssur, bækur og fjölfeldi.
 10. Samtal við fulltrúa SÍM í Myndlistarsjóðnum. Þessu umræðuefni frestað til næsta fundar.
 11. Samtal við Myndstef. Harpa Fönn Sigurjónsdóttir lögfræðingur Myndstefs kom á fundinn til að ræða samningana við söfnin þar sem Hafnarborg er ekki að greiða gjöld af birtum verkum. Myndstef sendi bréf á Hafnarborg og Hafnarfjarðarbæ og hefur óskað eftir svari. Myndstef mun hafa samstöðufund 17. nóvember kl.17-19 í SÍM húsinu þar sem öllum safnstjórum, stjórn SÍM, safnaráði og fleiri tengdum aðilum verður boðið.
 12. Annað. Steingrímur ræddi um að senda á okkur stjórnarmeðlimi texta um skattaafslátt á myndverkum. Rætt var um hugarkortið þar sem hægt er að sjá kortlagningu listarinnar, rætt verður við Sigga Val varamann um að setja það upp þar sem hann hefur fengist við grafíska hönnun. Tillaga kom um að hafa barmmerki tilbúin fyrir fundinn í Iðnó sem á stæði I love list og I love SÍM í neonlitum og nota SÍM lógóið. Rætt var um vefsíðu SÍM, að uppfæra samninga og eyðublöð. Rætt var um nýtt vinnustofuhúsnæði SÍM í Skipholti 1.
 13. Fundi slitið kl. 12.40.
WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com