Stjórnarfundur SÍM þriðjudaginn 26. febrúar 2013

 1. Stjórnarfundur SÍM þriðjudaginn 26. febrúar 2013 kl. 13:00-15:00
  haldinn í SÍM húsinu Hafnarstræti 16.

 

Mættir voru: Hrafnhildur Sigurðardóttir formaður, Ásmundur Ásmundsson varaformaður, Ingibjörg Gunnlaugsdóttir framkvæmdastjóri og Katrín Elvarsdóttir, Kristín Gunnlaugsdóttir, Unnar Jónasson meðstjórnendur. Hrafnhildur ritaði fundinn.

 

Fundur settur kl. 13:10.

 1. Fundargerð stjórnarfundar frá 13. janúar borin upp til samþykktar. Ekki höfðu borist athugasemdir og telst hún því samþykkt.
 2. Niðurstaða tilnefninga stjórnar SÍM í nefndir og ráð:
  Skipun tveggja fulltrúa í KÍM – niðurstaða.
  Niðurstaðan var að Katrín Elvarsdóttir og Ragnar Kjartansson væru skipaðir fulltrúar SÍM til næstu tveggja ára í stjórn KÍM.
 3. Skipun tveggja fulltrúa í Muggsnefnd – niðurstaða. Erla Þórarinsdóttir og Pétur Thomsen eru skipaðir í úthlutunarnefnd Muggs fyrir úthlutunarárið 2013. Eygló Harðardóttir mun leiða nefndina þetta árið.
 4. Skipun tveggja fulltrúa í dómnefnd vegna samkeppni á vegum Fangelsismálastofnunar – niðurstaða. Þóra Sigurðardóttir og Jón Ransú eru fulltrúar SÍM í dómnefnd Fangelsismálastofnunar, en þeir hafa sinn eiginn trúnaðarmann.
 5. Viðbót við fundarboð: Nýr fulltrúi SÍM í dómnefnd Hp. Granda í stað Svövu Björnsdóttur verður Guðrún Vera Hjartardóttir.
 6. Aðalfundur SÍM. Skipun fundarstjóra og ritara. Samþykkt var að fá Hlyn Helgason til að vera fundarstjóri líkt og í fyrra og Hjördísi Bergsdóttur til að vera fundarritara. Þau hafa bæði samþykkt að taka að sér verkið.
 7. Myndlistarráð: Mótun framtíðarsýnar og stefna stjórnar SÍM fyrir fulltrúa félagsins – til afgreiðslu. Sjá sér greinagerð um ákvarðanir stjórnar SÍM vegna Myndlistarráðs.

Ásmundur Ásmundsson gekk á fundinn kl. 15.00. Hann gerði grein fyrir fyrsta fundi Myndlistarráðs, sem haldinn var í gær 25. febrúar. Engar meiriháttar ákvarðanir voru teknar á fundinum en lét Ásmundur bóka að hann væri óánægður með að fulltrúar myndlistarmanna ættu ekki sæti stjórnarformanns eða varaformanns ráðsins.

 1. Önnur mál.
  Ingibjörg lagði til að haldinn yrði félagsfundur SÍM þar sem frambjóðendum til stjórnar SÍM fyrir starfsárin 2013-2015 gæfist kostur á að kynna sig fyrir félagsmönnum. Var samþykkt að halda slíkan fund fimmtudaginn 14. mars kl. 19:30.
 2. Formaður mun senda ársskýrslu SÍM til stjórnar til samþykktar á næstu dögum.
 3. Formaður mætti með Kolbrúnu Halldórsdóttur á fund Alsherjarnefndar í síðustu viku, vegna umsagnar BÍL á ný happadrættislög, en þar er ekki gert ráð fyrir að listamenn fái hlut í hagnaði Lottósins. Þegar á hólminn var komið fengu þær ekki viðtal vegna mistaka Nefndarsviðs alþingis. Vonandi verður nýr fundur boðaður innan tíðar.

Fundi slitið kl. 15.20

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com