Lógó Breytt

Stjórnarfundur SÍM þriðjudaginn 15. maí 2012

 

Fundargerð

 1. Stjórnarfundur SÍM þriðjudaginn 15. maí 2012 kl. 13:00
  haldinn í SÍM húsinu Hafnarstræti 16.

 

Mættir voru: Hrafnhildur Sigurðardóttir formaður, Ásmundur Ásmundsson varaformaður, Kristín Gunnlaugsdóttir, Katrín Elvarsdóttir, Unnar Örn Jónasson meðstjórnendur, Ásta Ólafsdóttir varamaður og Ingibjörg Gunnlaugsdóttir framkvæmdastjóri. Hrafnhildur ritaði fundinn.

Fundur settur kl. 13:10.

 1. Fundargerð síðasta fundar borin upp til samþykktar. Fundargerð telst samþykkt þar sem ekki hafa borist athugasemdir.
 2. Skipun ritara. Hrafnhildur Sigurðardóttir er skipuð ritari stjórnar og fundarstjórn mun ganga milli manna á næstu mánuðum.
 3. Starfsáætlun – farið yfir starfsáætlun og rætt um framhaldið og næstu skref, m.a. MU samninginn sænska – til umræðu. Rætt var um starfsáætlunina og tillögur gerðar að breytingum. Formaður mun senda stjórn endanlega útgáfu til samþykktar síðar í vikunni, sem verður síðan birt í næsta fréttabréfi.
 4. Tilnefningar – til ákvörðunar:
  1. Úthlutunarnefndar Launasjóðs myndlistarmanna – til afgreiðslu. Stjórn kaus fulltrúa í úthlutunarnefnd. Formanni var falið að hafa samband við þá sem flest atkvæði hlutu.
  2. Varamaður í úthlutunarsjóð Muggs –til upplýsingar. Nýr varamaður í úthlutunarsjóði Muggs er Svava Björnsdóttir.
  3. Trúnaðarmaður SÍM vegna samkeppna. Rætt var um starfs trúnaðarmanns og ákveðið að fresta kjöri. Ingibjörg mun senda stjórn upplýsingar um starfssvið viðkomandi.
  4. Varafulltrúa SÍM í stjórn KÍM – til umræðu og afgreiðslu. Kosið var um varafulltrúa og formanni falið að hafa samband við þá sem til greina komu.
  5. Rómarbústaður – til umræðu og afgreiðslu. Stjórn mun kynna sér umsóknir um Rómarbústaðinn betur og að því búnu forgangsraða umsækjendum, en að þessu sinni voru þeir sex talsins.
 5. Fundur með stjórn Myndstefs og gjaldskrá vegna opinberar birtingar myndverka– til umræðu. Formaður kynnti nýja gjaldskrá frá Myndstefi vegna útlána á myndverkum frá listasöfnunum til stofnana og sendiráða. SÍM hefur sent beiðni til Myndstefs með ósk um samráðsfund vegna nýrrar gjaldskrár og almennar viðræður um sameiginleg málefni. Sá fundur verður líklega á næstu vikum.
 6. Fundur með Halldóri Birni Runólfssyni frá Listasafni Íslands 24. apríl s.l. – niðurstöður til umræðu. Rætt var um samráðsfundinn með LÍ og var almenn ánægja meðal stjórnarmanna með fundinn og niðurstöður hans, sem formaður tók saman í fundargerð. Þar var m.a. rætt um heimild samtaka myndhöfunda til að setja gjaldskrá um sýninar á verkum sbr. lið 5. Eins var rætt um þáttöku og sýningargjald til handa listamönnum, myndbirtingar á netinu, þrögan fjárhag listasafnins og Serrasjóðinn. Samþykkt var að fá viðlíka fund með forstöðumanni og stjórnendum Listasafns Reykjavíkur og formanni falið að falast eftir fundi með stjórninni.
 7. Félagsfundur 29. maí – dagskrá til kynningar og ákvörðunar. Samþykkt var að að senda út fundarboð og verður fundurinn haldinn 30. maí kl. 20.00.
 8. Launasjóður myndlistarmanna breytingartillögur – til umræðu. Nú er þriggja ára tímabili stjórnar listamannalauna runninn upp og vinnur sú stjórn nú að skýrslu um starfið s.l. þrjú ár. Nú er því rétti tíminn til að hamra járnið og benda þeirri stjórn og Mennta- og menningarmálaráðherra á að fjölga þurfi launum til myndlistarmanna til að gæta jafræðis milli listgreina og kynja. Formaður mun á næstu vikum ræða við fulltrúa LHÍ í nefndinni Kristján Steingrím og skrifa skýrslu til menntamálaráðherra um stöðu myndlistarinnar innan sjóðsins.
 9. Önnur mál.
 10. Fundargerðir. Rætt var um að setja fundargerðir á netið nú þegar ný heimasíða er komin í loftið eins og áður hefur verið rætt um á síðustu misserum.
 11. b. Ásta Ólafsdóttir vill minna á að við val í launasjóð verðum við muna að gæta jafnræðis í aldri í nefndina.
 12. c. Rætt var um verklag í útsendingu gagna fyrir fund. Samþykkt var að formaður myndi til hagræðingar sameina öll fundargögn í eitt skjal og senda fundarmönnum eða setja á netið ef hægt er.

Fundi slitið. kl. 15.30

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com