Stjórnarfundur SÍM miðvikudaginn 9. janúar 2013

 1. Stjórnarfundur SÍM miðvikudaginn 9. janúar 2013 kl. 10:00
  haldinn í SÍM húsinu Hafnarstræti 16.

 

 

Mættir voru: Hrafnhildur Sigurðardóttir formaður, Ásmundur Ásmundsson varaformaður, Ingibjörg Gunnlaugsdóttir framkvæmdastjóri og Katrín Elvarsdóttir, Kristín Gunnlaugsdóttir, Unnar Jónasson meðstjórnendur. Hrafnhildur ritaði fundinn.

 

Fundur settur. kl. 10:00

 1. Fundargerð stjórnarfundar frá 5. desember og 12. desember bornar upp til samþykktar. Samþykktar.
 2. Verklagsreglur fulltrúa SÍM og verklagsreglur stjórnar SÍM – til afgreiðslu. Gerðar voru lokaathugasemdir við verklagsreglurnar og verða þær samþykkar í tölvupósti.
 3. Stjórnarfundir 2013 – til samþykktar. Aðalfundur félagsins var færður til 20. mars að öðru leiti voru drög að stjórnarfundum samþykkt.
 4. Niðurstaða tilnefninga stjórnar SÍM í nefndir og ráð:
  Tilnefning eins fulltrúa SÍM til BÍL vegna fulltrúa í nefnd um heiðurslaun Alþingis.
  BÍL tilnefndi Pétur Gunnarsson rithöfund í nefnd um heiðurslaun Alþingis fyrir hönd samtakanna.
  b. Tilnefning eins fulltrúa í innkaupanefnd Listasafns Reykjavíkur.
  SÍM tilnefndi Harald Jónsson sem fulltrúa félagsins í innkaupanefndinni.
  c. Tilnefning tveggja aðalfulltrúa og tveggja varafulltrúa í stjórn Listskreytingasjóðs.
  SÍM tilnefndi Hlyn Hallsson og Rósu Sigrúnu Jónsdóttur sem aðalmenn í stjórn Lisskreytingasjóðs og Ransú og Svövu Björnsdóttur sem varamenn í stjórn.
  d. Tilnefning tveggja fulltrúa og tveggja varafulltrúa í Myndlistarráð.
  SÍM tilnefndi Ásmund Ásmundsson og Ósk Viljálmsdóttur sem aðalmenn og Guðjón Ketilsson og Hrafnhildi Sigurðardóttur sem varamenn í ráðið. Þessi skipan er miðuð við niðurstöðu stjórnarfunar SÍM þann 12. desember, en þá var rætt um að a.m.k. annar aðalmanna og annar varamanna SÍM í Myndlistarráði skuli koma úr röðum stjórnarmanna SÍM, þannig að ávallt sé bein tenging inn í stjórn SÍM úr stjórn Myndlistarráðs.
  e. Tilnefning eins fulltrúa í innkaupanefnd Listasafns Íslands.
  Formanni SÍM er falið að hafa samband við tvo fulltrúa til að skipa sæti sem aðal- og varamenn fyrir hönd SÍM.
 5. Skipun eins fulltrúa í forvalsnefnd og tveggja í dómnefnd vegna listskreytingar hjá Granda. SÍM skipaði Þóru Sigurðardóttur í forvalsnefnd og IngaRafn Steinarsson og Svövu Björnsdóttur í dómnefnd vegna listskreytingar hjá Hp. Granda.
 6. Tilnefning eins fulltrúa í höfundrréttarráð. Formaður SÍM er tilnefndur sem fulltrúi SÍM í höfundarréttarráð í stað Eggerts Péturssonar.
 7. Skipun nýrrar Muggs nefndar – til umræðu. Frestað til næsta fundar.
 8. Starfslýsingar formanns, framkvæmdastjóra, skristofustjóra og „Residency Director“ lagðar fram – til kynningar. Stjórn spurði út í starfslýsingarnar. Fram komu tillögur að lítillegum breytingar á þeim og verðu lokaútgáfa send til stjórnarmanna.
 9. Breytingar á reglum um veitingu akademiskra starfa við Listaháskóla Íslands – til afgreiðslu. Fram komu smá leiðréttingar á bréfinu. Verður það leiðrétt og sent til LHÍ.    Formaður SÍM vill í því sambandi benda á að á stjórnarfundi SÍM þann 12. september s.l. var rætt um málefni Listaháskóla Íslands og ráðningar í stöðu prófessors í tímatengdum miðlum. Lagði formaður þá til að beðið yrði um samráðsfund með stjórn og rektor LHÍ til að ræða málið, en sú tillaga var ekki samþykkt. Formaður SÍM ítrekar nú þá skoðun sína, að uppbyggjandi samræður leiði frekar til jákvæðrar niðurstöðu fyrir alla aðila en bréfaskrif. Þegar um slíkan ágreining er að ræða, eru bréfaskrif oft til þess fallin að auka enn frekar á misskilningi um málefnin og jafnvel koma af stað óþarfa valdabaráttu.

       Unnar Örn vill bóka í framhaldi af orðum formanns “Í Rannsóknarskýrslu Alþingis frá 2010 kemur fram að helstu veikleikar í stjórnarháttum hérlendis séu óformlegar boðleiðir innan stjórnsýslunnar og aðgerðarleysi eftirlitsstofnanna. Tek ég undir orð formans og lýsi yfir fullum vilja til að hefja viðræður við fulltrúa Listháskóla Íslands um málefni skólans. Mikilvægara er er þó að SÍM sinni eftirlitshlutverki sínu fyrir hönd félagsmanna sinna og noti til þess þær leiðir er henta hverju tilefni.”

 1. Skýrslur frá IAA fundi og fundi hjá KRO í Stokkhólmi – til samþykktar. Skýrslurnar voru sendar stjórnarmönnum til kynningar. Formaður svaraði spurningum varðandi þær.
 2. Starfsáætlun SÍM. Sex mánuðir eru síðan starfsáætlunin var samþykkt – til umræðu. Farið var yfir starfsáætlun sem samþykkt var í maí á síðasta ári. Öll málefni sem þar standa eru enn í vinnslu og verður þeim áfram haldið. Ný starfsáætlun fyrir starfsárið 2013-2014 verður gerð eftir aðalfund.
 3. Erindi Eirúnar Sigurðardóttur um þóknun fyrir fundarsetu hjá Reykjavíkurborg og misræmi við gjaldskrá SÍM – til umræðu. Eirún vildi benda á það misræmi sem væri á gjaldskrá SÍM vegna fundarsetu og þeirri greiðslu sem Reykjavíkurborg byði fyrir setu í nefndum og ráðum. Reykjavíkurborg greiðir nú 11.899 kr á hvern fund. Til samanburðar greiðir Mennta- og menningarráðuneytið 3 einingar eða 5.460 kr á hvern fund vegna setu í Listskreytingajóði og Myndlistarráði. Ekki er enn ljóst hver greiðslan verður í nýrri innkaupanefnd Listasafns Íslands. Aðspurð sagði fulltrúi á menningarskrifstofu ráðuneytisins að ástæðan fyrir lágri þóknun fyrir fundarsetu væri vegna þess að litið sé á þetta starfs sem sjálfboðaliðsvinnu.
 4. Sambandsráðsfundur SÍM 9. janúar kl. 12-13 – til umræðu. Rætt var um Sambandsráðsfundinn sem verður á eftir þessum fundi. Rætt var um hvort hugsanlega mætti fækka sambandsráðsfundum úr fjórum í þrjá, eða jafnvel tvo á ári. Ákveðið var að kanna hug fulltrúa aðildarfélaga SÍM á sambandsráðsfundinum.

 

 1. Önnur mál.
  Fundur formanns SÍM og BÍL með safnstjóra, fjármálastjóra og sýningarstjóra Listasafns Íslands. Formaður SÍM fór á fund Listasafns Íslands. Rætt var um málefni Ólafar Nordal og þá stöðu sem listamenn eru í að þeir fá almennt ekki greitt fyrir vinnuframlag sitt við gerð og upphengingu sýninga á sýningarstöðum. Í því sambandi var rætt um sænska MU samninginn, en hann var einnig til umræðu á samrásfundi stjórnar SÍM og LÍ á vormánuðum 2012. Var ákveðið að SÍM, LÍ og Myndstef myndu snúa bökum saman vegna þessa mála og senda Mennta- og menningarráðherra(MMR) bréf þar sem farið er fram á úrbætur. Í þessu bréfi yrði fjallað um þrjú málefni. Í fyrsta lagi gjaldskrá vegna sýninga í opinberum söfnum, í öðru lagi höfundarréttargreiðslur vegna birtingar myndefnis á netinu og í þriðja lagi gjaldskrá vegna útlána myndverka til stofnana og sendiráða. Síðastnefnda gjaldskráin hefur þegar verið send til MMR frá Myndstefi.

Fundi slitið. kl. 12:00

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com