Stjórnarfundur SÍM miðvikudaginn 7. desember 2011

Fundargerð

 1. Stjórnarfundur SÍM miðvikudaginn 7. desember 2011 kl. 13:00
  haldinn í SÍM húsinu

Mættir voru: Hrafnhildur Sigurðardóttir formaður, Ingibjörg Gunnlaugsdóttir framkvæmdastjóri og Ásmundur Ásmundsson, Katrín Elvarsdóttir sem jafnframt var fundarritari. Ásta Ólafsdóttir varaformaður og Hildigunnur boðuðu forföll.

Fundur settur. kl. 13:05

 1. Fundargerð síðasta fundar. Fundargerðin telst samþykkt þar sem ekki bárust athugasemdir.
 2. Dagur myndlistar – Kristjana Guðjohnsen kynnir hvernig til tókst.

Tókst vel í ár, betri mæting á opnu vinnustofurnar og meiri athygli frá fjölmiðlum. Hver listamaður fór í tvo skóla, grunn og framhaldsskóla í Reykjavík. Kynningar í skólum fóru eingöngu fram í Reykjavík þar sem ekki fengust styrkir frá Mennta- og menningar-málaráðuneytinu, kynningarnar halda áfram í janúar 2012. Um 95-100 manns voru með opnar vinnustofur að þessu sinni. Reykjavíkurborg greiddi 350.000 kr í verkefnið þar af fóru 100.000 kr. auglýsingar og 200.000 kr til listamannana sem voru með kynnigar.

 1. Nýútkomin listasaga – til umræðu.

Formaður stjórnar hélt erindi á málþingi um Listasögu Íslands. Stjórnin mun ekki senda frá sér tilkynningu varðandi listasöguna að sinni. Félögum SÍM verður bent á að koma með ályktun á aðalfundi.

 1. Listasafn Reykjavíkur og höfundarréttur – til umræðu og afgreiðslu.

Hrafnhildur óskar eftir samþykki stjórnar til að senda út viðvörum til félagsmanna SÍM í fréttabréfi vegna þess bréfs sem LR hefur verið að senda félagsmönnum með beiðni um afsal á höfundarrétti, Hrafnhildur hefur óskað eftir fundi með Menningar- og ferðamálaráði Reykjavíkur vegna málsins og vegna höfundarréttarsamnings milli Myndstefs og borgarinnar sem sendur var til þeirra fyrir 18 mánuðum síðan, en hefur enn ekki verið undirritaður. Einning kemur til greina að skrifa blaðagrein um málið, ef mál leysast ekki farsællega á næstu vikum.

 1. Listskreytingasjóður – kynning Ingibjörg.

Listskreytingasjóður er hluti af nýju frumvarpi til laga um myndlistarlög og er ætlað að stuðla að framgangi myndlistar í landinu. Núna má veita styrk til undirbúinings samkeppna og má nú hafa frumkvæði að verkefnum, en áður var það að frumkvæði stofnananna sem sóttu um styrk. Einnig má veita styrk í tímabundin verkfni/listskreytingar. Nýtt embætti var stofnað í fyrra hjá framkvæmdasýslu ríkisins til að halda utan um framkvæmdir þessa 1% af byggingarkostnaði sem fari í listskreytingar á nýbyggingum. Stjórn SÍM fer fram á að fá upplýsingar um þær nýbyggingar þar sem lögunum hefur ekki verið framfylgt.

Katrín Elvarsdóttir gengur af fundi kl. 15:00 og Hrafnhildur tekur við ritun.

 1. Önnur mál.
 2. Serrasjóður. Borist hefur erindi frá Ragnhildi Stefánsdóttur um að skipa þurfi varamann fyrir hana. Stjórnarmeðlimir eru beðnir að senda formanni tillögur að fulltrúum SÍM.
 3. Rekstrarfélag sjónlistarmiðstöðvar Korpúlfstaða. Borist hefur bréf frá Hauki Má Haukssyni þar sem hann . Formaður óskar eftir umboði til þess að ræða við Reykjavíkurborg um að taka yfir leigusamning við Rekstrarfélagið. Samþykkt.

 

Fundi slitið kl.15.35 og eftirstandandi fundarefnum frestað til næsta fundar. Samþykkt.

 

 1. Afstaða til þingsályktunartillagna – til umræðu og afgreiðslu.
 2. Starfsáætlun – farið yfir starfsáætlun og rætt um framhaldið og næstu skref.
 3. Erindi Ástu um til Ríkisskattstjóra um nanflausa sundurliðaðan tekjustofn allra listamanna. Staða mála – Ásta kynnir.
 4. Tillaga að breyttum texta í tollskrá til efnahags- og skattanefndar – til umræðu og afgreiðslu.
WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com