Stjórnarfundur SÍM miðvikudaginn 5. desember 2012

Stjórnarfundur SÍM miðvikudaginn 5. desember 2012 kl. 10:00
haldinn í SÍM húsinu Hafnarstræti 16.

 

Mættir voru: Hrafnhildur Sigurðardóttir formaður, Ingibjörg Gunnlaugsdóttir framkvæmdastjóri og Katrín Elvarsdóttir, Unnar Jónasson og Ásmundur Ásmundsson meðstjórnendur. Kristín Gunnlaugsdóttir boðaði forföll. Hrafnhildur ritaði fundinn.

Fundur settur. 10:10

 1. Fundargerð stjórnarfundar 14. nóvember bornin upp til samþykktar. Stafsetningarvillur leiðréttar og fundargerð samþykkt án frekari athugasemda.
 2. Dagur myndlistar, lokaskýrsla frá Gunndísi Ýr og Gunnhildi – til umræðu. Gunndís og Gunnhildur kynntu lokaskýrslu, sem send verður til stjórnar. Fram komu gagnlegar umræður um skýrsluna og framkvæmdina ásamt tillögum fyrir næsta dag myndlistar. Verða þær tillögur settar inn í viðhengi við skýrsluna.
 3. Siðareglur og verklagsreglur SÍM – til afgreiðslu. Rætt var um siðareglur og verklagsreglur fyrir stjórn SÍM og verklagsreglur fulltrúa SÍM í stjórnum, nefndum og ráðum. Siðareglurnar voru samþykktar óbreyttar. Verklagsreglum var breytt og formanni falið að laga lokadrög og senda til stjórnar til lokasamþykktar á næsta fundi.
 4. Starfslýsingar formanns, framkvæmdastjóra, skristofustjóra og „Residency Director“ lagðar Jafnframt leggur Ingibjörg fram yfirlit um breytt starfshlutföll, starfsvið og tekjur SÍM ef til kæmi að öll vinnustofustarfsemi yrði undanskilinn rekstri SÍM – til umræðu. Ingibjörg lagði fram öll gögn og útskýrði tölur í rekstraráætlun. Stjórn ætlar að kynna sér þær. Ingibjörg ætlar að senda stjórn nýjustu útgáfu af starfslýsingu skrifstofustjóra og stjórnanda gestavinnustofa fyrir næsta fund. Einnig var formanni falið að aðlaga starfslýsingu formanns til samræmis við hinar starfslýsingarnar.
 5. Lagabreytingar vegna ráðningar prófessors í tímatengdum miðlum við LHÍ. Unnar tók að sér að skrifa svarbréf við bréfi Listaháskóla Íslands vegna bréfs stjórnar til LHÍ. Það verður lagt fyrir á næsta fundi til samþykktar.
 6. Starfsáætlun, yfirlit á miðju starfsári – til umræðu. Frestað til næsta fundar.
 7. Sambandsráðsfundur SÍM 5. desember kl. 12-13 – til umræðu . Sambandsráðsfundi var frestað til miðvikudagsins 12. desember og verður hann í framhaldi af stjórnarfundi.
 8. Skýrsla formanns vegna MU-námskeiðs í Svíþjóð – til umræðu. Formaður skrifaði skýrslu vegna för til Svíþjóðar. Hún verður sett á innra netið. Formaður greindi lauslega frá ferðinni og stöðu MU málefna í Svíþjóð.
 9. Önnur mál.
  Málefni Ólafar Nordal vegna sýningar í Listasafni Íslands. Þetta mál tengist mjög MU samningi – sjá gögn frá Ólöfu. Formaður fundaði með Ólöfu í vikunni og ræddi um hennar mál. Hún ræddi einnig við Kolbrúnu Halldórsdóttur forseta BÍL, sem tók málið upp við Katrínu Mennta- og Menningarmálaráðherra. Formaður mun í framhaldinu eiga samráð við Kolbrúnu og fá fund með ráðherra sem fyrst um þetta mál, sem og önnur. Jafnframt var formanni falið að skrifa bréf til Listasafns Íslands til stuðnings Ólafar.
  b. Tilnefning SÍM í nefndir og ráð. Samþykkt var að formaður sendi út bréf til félagsmanna skv. nýjum verklagsreglum og óski eftir að þeir gefi sig fram til starfa í nefndum og ráðum. Stjórn þarf að senda formanni tillögu að einum fulltrúa vegna setu í innkaupanefnd Listasafns Reykjavíkur. Tilnefning SÍM þarf að berast til Menningar- og ferðamálaráðs fyrir mánudag. Tillaga stjórnar SÍM vegna tilnefningar BÍL í nefnd um heiðurslaun listamanna. Formanni var falið að tala við tvo listamenn um setu í nefndinni.
  c. Beiðni til SÍM frá Jóni Proppé. SÍM baðst beiðni frá Jóni Proppé um að stjórnin styðji kröfur þeirra sem sitja í úthlutunarnefndum á vegum launasjóðsins. Þeir vilja að greiðslur til nefndarmanna vegna setu í úthlutunarnefndinni verður endurskoðuð og hækkuð. Stjórn samþykkti að styðja þá beiðni og var framkvæmdastjóra falið að senda stuðningsyfirlýsingu til allra viðtakenda bréfsins.

 

Fundi slitið. kl. 12:15

 

 

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com