Stjórnarfundur SÍM miðvikudaginn 27. júní 2012

 1. Stjórnarfundur SÍM miðvikudaginn 27. júní 2012 kl. 13:00
  haldinn í SÍM húsinu Hafnarstræti 16.

 

Mættir voru: Hrafnhildur Sigurðardóttir formaður, Ásmundur Ásmundsson varaformaður, Kristín Gunnlaugsdóttir, Katrín Elvarsdóttir og Hjördís Bergsdóttir – Dósla. Unnar Örn Jónasson boðað forföll.    

Fundur settur kl. 13.10.

 1. Fundargerð síðasta fundar borin upp til samþykktar. Ekki hafa borist athugasemdir. Fundargerðin telst því samþykkt.
 2. Launaviðtal formanns og framkvæmdastjóra – til umræðu og afgreiðslu. Stjórnin felur formanni að setja saman stutta greinagerð/launakönnun og leggja fyrir stjórn á næsta fundi.
 3. Erindi Kristjönu Rósar Gudjohnsen vegna Muggs – til umræðu og afgreiðslu. Gunndísi verður falið að kanna hversu útbreiddur vandi þetta er þ.e. að myndlistarmenn gangi í SÍM daginn fyrir lokaumsóknardag í Mugg, en hætti svo að greiða í sjóði SÍM þar til þeir ætli sér að sækja um næst.
 4. Greinagerð vegna launasjóðs myndlistarmanna – staða mála til umræðu. Hrafnhildur hafði samband við Kristján Steingrím fulltrúa Listaháskóla Íslands í stjórn listamannalauna. Stjórn listamannalauna er að semja greinagerð fyrir Mennta- og menningarmálaráðherra vegna samningstímabils síðustu þriggja ára. Stjórn SÍM vildi gjarnan fá eintak af þeirri skýrslu svo hún geti samið sína eigin greinagerð með tilliti til greinagerðar launasjóðsins. Stjórn SÍM telur brýnt að hlutur myndlistarmanna í launasjóðnum verði leiðréttur.
 5. Könnun félagsvísindasviðs fyrir SÍM á högum myndlistarmanna – til umræðu. Formaður hafði samband við kennara í Aðferðafræði III við Félagsvísindadeild Háskóla Íslands til að athuga hvort nemedur gætu endurtekið könnun sem gerð var á vegum deildarinnar fyrir SÍM árið 1995. Svarið var að nemendur geri ekki slík verkefni lengur og var SÍM vísað til Félagsvísindastofnunar. Þeir gerðu tilboð uppá kr. 1.644.775. Stjórn SÍM ákvað að taka ekki tilboðinu, heldur sjá um könnunina sjálf. Var samþykkt að formaður sæti í því miði kúrs í aðferðafræði við HÍ næsta haust.
 6. KRO, MU samningur og heimboð til Stokkhólms – staða mála til umræðu. Á málþingi SÍM 24. mars s.l. (sem nú er aðgengilegt á heimasíðu SÍM) fræddi Frida Yngstöm félagsmenn SÍM um MU samninginn svokallaðan sem KRO hefur gert við stjórnvöld og stofnanir. Eftir málþingið hafði formaður SÍM samband við formann KRO með beiðni um að fá að sitja næsta námskeið í samningagerð við söfn og stofnanir. Þeirri beiðni var tekið jákvætt og mun fulltrúi frá SÍM sitja næsta fund sem haldinn veður í september.
 7. Samráðsfundur stjórnar SÍM með Myndstefi – rætt um niðurstöður fundar. Stjórn SÍM fundaði með Myndstefi þann 26. júní. Efni fundarins var samstaf til að auka tekjur myndlistarmanna. Myndstef lagði fram gjaldskrá sem stendur til að fá Mennta- og menningarmálaráðuneytið til að samþykkja. Gjaldskráin tekur til útlána og sýninga á myndverkaeign listasafnanna á öðrum vettvangi en opinberar sýningar safnanna. Dæmi um slíka útlán og sýningar er útlán listasafnanna á listaverkum til stofnana og sendiráða. Eins var rætt um stöðu samninga við listasöfn um greiðslu höfundarréttar vegna birtingu á netinu og annað hugsanlegt samstarf félaganna til að auka tekjur hjá listamönnum. Fundarmenn voru ánægðir með fundinn og lagt var til að félögin funduðu reglulega.
 8. Félagsfundur, fundargerð – rætt um niðurstöður fundar. Rætt var lauslega um félagsfundinn og hve fáir hefðu mætt á hann. Kom fram að þeir félagsmenn sem mættu á fundinn eru ánægðir með núverandi fyrirkomulag á útleigu SÍM á vinnustofum sem og rekstur félagsins á vinnustofum í Berlín.
 9. Siðaregur og verklagsreglur SÍM. Frestað til næsta fundar.
 10. Önnur mál. a. Aðalfundur Evrópudeildar IAA verður haldinn í Istanbúl í Tyrklandi dagana 11.-13. október n.k. Samþykkt var að formaður og framkvæmdastjóri mættu á fundinn, enda er starf okkar með IAA bundið í samninga við Mennta- og menningarmálaráðuneytið.

Fundi slitið kl. 14.55

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com