Stjórnarfundur SÍM miðvikudaginn 26. febrúar 2014

Fundarboð

 1. Stjórnarfundur SÍM miðvikudaginn 26. febrúar 2014 kl. 10:00
  haldinn í SÍM húsinu Hafnarstræti 16.

 

Mættir eru: Kristín Gunnlaugsdóttir, Hrafnhildur Sigurðardóttir, Kristjana Rós Guðjohnsen, Erla Þórarinsdóttir, Rósa Sigrún, Ingibjörg Gunnlaugsdóttir.

Fundur settur 10:05

 1. Fundargerðir síðustu funda samþykktar.
 2. Rekstaráætlun SÍM fyrir árið 2014 – Ingibjörg kynnir. Til umræðu og afgreiðslu.

Stjórn SÍM samþykkir rekstraráætlun.

 1. Fulltrúar SÍM í Muggi og höfundarréttarráði – til afgreiðslu.

Soffía Sæmundsdóttir og Björk Guðnadóttir eru nýir fulltrúar SÍM í Muggi og stjórn hefur samþykkt, Pétur Thomsen situr áfram.

 1. Mál til umsagnar frá nefndarsviði alþingis.

Stjórn las og gerði engar athugsemdir um 267. mál, stjórnin styður tillöguna. Forseti BÍL tók að sér a skrifa umsögn fyrir hönd aðildarfélaga BÍL og þar með talin SÍM.

 1. Endurskoðun samkeppnisreglna SÍM. Á að stofna starfshóp til að gera tillögur til stjórnar? – til umræðu og afgreiðslu.

Stjórn SÍM ákveður að setja á stað nefnd sem samanstendur af formanni SÍM, arkitekt og lögfræðingi til að fara yfir og endurskoða samkeppnisreglur SÍM. Í framhaldinu fer stjórn yfir mögulegar breytingar og samþykkir.

 1. Fundur BÍL með stjórn Listamannalauna. Á stjórn SÍM að stofna starfshóp til að fara yfir erindi frá stjórn Listamannalauna og gera tillögur um breytingar? – til umræðu og afgreiðslu.

Formaður SÍM fór á fund stjórnar listamannalauna með BÍL með minnispunkta og spurningum til nefndarinnar. Stjórnin fékk spurningarnar sen stjórn SÍM hafði farið yfir í hendurnar og ætlar að senda okkur svar. (Sjá fylgiskjal). Tilmæli komu frá stjórn launasjóðsins um að farið verði eftir þeirri reglu að úthlutunarnefnd sitji í þrjú ár. Stjórn er beðin um að taka afstöðu til þess að hvort opna eigi launasjóðinn og leyfa eigi laun til sýningarstjóra og myndskreyta. Erindið verður tekið fyrir á næsta fundi þegar stjórn hefur kynnt sér málið.

 1. Ný reglugerð um listskreytingasjóð. Ingibjörg og Rósa Sigrún segja frá – til umræðu.

Málefnið þarfnast ekki umræðu að hálfu SÍM.

 1. Klukkan 11.00 koma fulltrúar SÍM í stjórn KÍM koma á fundinn til að ræða málefni kynningarmiðstöðvar.

Katrín Elvarsdóttir og Ragnar Kjartansson mæta á fundinn kl 11:00 og fara yfir stjórn KÍM.

Félagsfundur og FFLÍ er boðaður þriðjudaginn 11. mars kl 17:00 og lagði stjórn til að stjórn KÍM mæti.

 1. Önnur mál.
 2. Bréf frá Rósu Gísla og Þóri

Dagsett 24. febrúar 2014 er lagt fram, formaður sendir bréfiið í tölvupósti og verður tekið til skoðunar á næsta fundi.

 1. Framboð til stjórnar SÍM

Þegar framboðsfrestur rann út höfðu eftirfarandi framboð borist

Formann SÍM: Hrafnhildur Sigurðardóttir og Jóna Hlíf Halldórsdóttir

Stjórn SÍM: Gunnhildur Þórðardóttir, Lárus H. List, Sigurður Valur, Steingrímur Eyfjörð

 1. Aðalfundarboð SÍM

Verður sent út næstkomandi mánudag með öllum upplýsingum um frambjóðendur.

 

Næsti stjórnarfundur er ákveðin miðvikudaginn 19. mars.

Fleira var ekki rætt og fundi slitið kl 13:00.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com