Stjórnarfundur SÍM miðvikudaginn 22. janúar 2014

Fundargerð

 1. Stjórnarfundur SÍM miðvikudaginn 22. janúar 2014 kl. 10:00
  haldinn í SÍM húsinu Hafnarstræti 16.

Mættir: Kristín Gunnlaugsdóttir, Ingibjörg Gunnlaugsdóttir, Hrafnhildur Sigurðardóttir, Rósa Sigrún Jónsdóttir, Erla Þórarinsdóttir, Kristjana Rós Guðjohnsen sem ritaði fundinn
Fundur settur kl. 10:10

 1. Fundargerð síðasta fundar samþykkt. Engar athugasemdir bárust og telst fundargerðin því samþykkt.
 2. Lokað málþing hjá Listasafni Íslands. Samráðsfundur SÍM og Listasafnsins var haldinn í gær þriðjudaginn 21. janúar kl. 13:00-14:30 og var hann mjög árangursríkur. Rætt var um gildistöku gjaldskrár SÍM vegna sýningarhalds myndlistarmanna, en hún tekur gildi 1. janúar 2015 eins og stjórn hefur samþykkt. Jafnframt var rætt um mikilvægi þess að sett yrði gjaldskrá fyrir útlán listaverka úr safneign LÍ og rætt var um að Myndstef eigi í samningarviðræðum við ráðuneytið um þau mál. Einnig var rætt um birtingar á listaverkaeign LÍ á netinu. Að lokum var rætt um að nú virðist sem Myndlistarsjóður eigi að vera lausn alls, hvort heldur er fyrirspurn vegna niðurfellingu KÍM á styrkjum til listamanna í enda árs 2014, eða erindi SÍM og með ósk um samning um gjaldskrár vegna sýningarhalds. Ljóst er að Myndlistarsjóður getur engan veginn annað öllum þeim verkefnum sem sjóðnum sjálfum og KÍM er ætlað, ásamt því að taka á sig að greiða laun til listamanna vegna sýninga. Það er ekki hlutverki sjóðsins samkvæmt samþykktum hans.

 

 1. Aðalfundur 2014, fundarboð, framboð o.fl. – til umræðu.
 2. Rekstraráætlun SÍM 2014 og staða fjármála – Ingibjörg kynnir – til umræðu og afgreiðslu. Ingibjörg fer yfir stöðuna,og verður rekstraráætlun verður kynnt formlega á næsta fundi.
 3. Fundartímar stjórnar, næsti sambandsráðsfundur og félagsfundur – til umræðu og afgreiðslu. Stjórnarfundur var ákveðinn þann 19. febrúar (frá 10:00 – 12:00), félagsfundur verður svo í framhaldinu þann 27. febrúar. Á félagsfundi verður á dagskrá Feneyjarbíenallinn, boðaðir verða fulltrúar KÍM til viðræðna við félagsmenn. Annað á dagskrá er staða MU samningsins. Fundartímar stjórnar eru samþykktir með smávægilegum breytingum.
 4. Endurskoðun samkeppnisreglna SÍM – til umræðu.

Stjórn SÍM sendi svarbréf til Rósu Gísladóttur og Þórs Vigfússonar, stjórnin samþykkti að endurskoða samkeppnisreglur SÍM.

 1. Svarbréf frá launsjóðnum við erindi frá SÍM og fundur BÍL n.k. mánudag – til umræðu. Stjórn launasjóðsins hefur beðið um fund með stjórn BÍL. Formanni er falið að fara á fundinn og ræða um:
 2. Þróuninn er að sjóðurinn hefur orðið of verkefnatengt og bendum við á mikilvægi þess að stór hluti hins skapandi starfs felst í hinu ósýnilega starfi sem er ekki beint verkefnatengt. Og hætta þess að sjóðurinn verði árangustengdur.
 3. Formanni er falið að spyrja hvort framlag til fulltrúa í Feneyarbíenalnum sé beintengt listamannalaunum.
 4. Einnig mun formaður taka fyrir að 3. mánaða starfslaun séu allt of lítið.
 5. Formaður fer yfir kynjahlutfall í útlutun listamannalauna.

 

 1. Bréf vegna fundar með ráðherra og fulltrúar SÍM á þann fund – til umræðu og afgreiðslu. Stjórn samþykkir að bera upp erindi til átakshóps um fund með ráðherra.

 

 1. Kjör fulltrúa SÍM í Mugg – til umræðu og afgreiðslu.

Samþykkt var að sjórn leggi fram nokkrar tillögur að fulltrúum SÍM í Mugg í gegnum tölvupóst.

 1. Önnur mál.
 2. Formaður sendi bréf á Kolbrún Björgólfsdóttur (Koggu) heillaóskarbréf vegna riddarakross Íslands fyrir hönd stjórnar SÍM.
 3. Samkeppni í Norræna húsinu um útilistaverk. Farið verður eftir samkeppnisreglum SÍM, spurning barst til stjórnar vegna nafns á listaverki, rætt var um hvort verkið megi kallast Vantslistaverk og er stjórnin sammála því.
 4. Kynningarmiðstöð Íslenskrar Myndlistar. Stjórn SÍM vill fá fulltrúa SÍM í stjórn KÍM á næsta stjórnarfund sem er skráður 12. febrúar og í framhaldinu boða stjórn KÍM á félagsfund SÍM 20. febrúar. Stjórn leggur til að fá Þóru Þórisdóttir, JBK Ransu eða Önnu Jóu til að stjórna fundinum.
 5. Feneyjarbíenallinn: Fram kom tillaga að SÍM móti sér stefnu um starfsemi Kynningarmiðstöðvar Íslenskrar Myndlistar, sem endurspeglar stefnu SÍM sem gætir hagsmuna félagsmanna sambandsins.
 6. Leiga á vinnustofum: Leigan á vinnustofum hefur hækkað miðað við vísitölur, farið var yfir stöðuna og ljóst er að leigan er eins lág og hægt er.

Fundi slitið klukkan 11:55.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com