Stjórnarfundur SÍM miðvikudaginn 21. ágúst 2013

Fundargerð

Stjórnarfundur SÍM miðvikudaginn 21. ágúst 2013 kl. 10:00
haldinn í SÍM húsinu Hafnarstræti 16.

 

Mættir voru: Hrafnhildur Sigurðardóttir formaður, Erla Þórarinsdóttir, Kristín Gunnlaugsdóttir, Kristjana Rós Guðjohnsen, Rósa Sigrún Jónsdóttir, Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Kristjana ritaði fundinn.

Fundur settur. Kl. 10:10

 1. Hálfsársuppgjör SÍM – til umræðu og afgreiðslu. Ingibjörg fer yfir hálfsársuppgjör og samkvæmt niðurstöðum er reksturinn stöðugur og á áætlun. Stjórn SÍM ræðir uppgjörið og var það samþykkt.
 2. Þáttöku og sýningarsamningur – ÞS (MU). Bréf frá Mennta- og menningarráðuneyti, og fréttir frá European Cousil of Artists (ECA). Næstu skref – til umræðu og ákvörðunar. Hrafnhildur les upp svarbréf frá mennta- og menningarmálaráðuneyti vegna beiðni SÍM um viðlíka samning og sænska MU samninginn. Þar kemur fram að erindi SÍM hafi verið tekið fyrir þ.e. ósk um sérstakan samning við ráðuneytið um laun myndlistarmanna við þátttöku og sýningarhald í opinberum söfnum. Tillögunni var hafnað af ráðherra m.a. með vísan í nýtt Myndlistarráð og að listamenn geti sótt um styrk þangað. European counsil of Artists (ECA), sem Kolbrún Halldórsdóttir er í forsvari fyrir, sótti um styrk til KKNord til að kanna möguleika á samstarfi um samræmingu og innleiðingu á sambærilegum samningi (MU) fyrir öll Norðurlöndin. Styrkur að upphæð 6 milljónir fékkst fyrir verkefnið. Í framhaldinu hefur formaður SÍM fengið boð til að sækja fyrsta fundinn um þá vinnu og framkvæmd þess. Tillaga þess efnis kom fram að upplýsa ráðuneytið um fyrirhugaðann fund svo þeir gætu sent fulltrúa fyrir hönd ráðuneytisins.
 3. Umsókn um styrki til Myndstefs vegna:
  Gerð handbókar um ÞS samning og aðrar gjaldskrár og réttindi.

Stjórn SÍM er samþykk því að SÍM óski eftir samstarfi við Myndstef um gerð handbókar fyrir myndlistarmenn um samninga, réttindi og aðrar nytsamlegar upplýsingar. Formanni er falið að ræða við Myndstef um slíkt samstarf.

 1. Könnun á hag myndlistarmanna á vegum félagsvísindastofnunar HÍ.

Það er fjárhagslega erfitt fyrir SÍM að standa undir könnun sem kostar um það bið 2 milljónir. Stjórn SÍM felur formanni að sækja um styrk í sjóð Myndstefs fyrir meirihluta fjármögnun gegn framlagið frá SÍM.

Auka umræða um könnun: Mikilvægt er að staða á lífeyrisréttindum myndlistarmanna sé könnuð sérstaklega.

 1. NKF fundur helgina 20-22. september.

Fundurinn verður haldin helgina 20. – 22. september reiknað er með að um 20 gestir frá norðurlöndunum sæki fundinn. Formaður SÍM fer yfir dagskrá fundar. Stjórn SÍM ræðir eðli NKF, tilgang og nálgun samstarfsins. Formaður SÍM sendir út fundarboð.

 1. Myndlistarsjóður – skýrsla BÍL vegna verkefnasjóða listamanna.

Formaður fékk í hendur skýrslu frá forseta BÍL. Farið var yfir skýrsluna og stjórn SÍM mun fara yfir hana.

 1. Fjárfestingaráætlun fráfarandi ríkisstjórnar í uppnámi – til umræðu og ákvörðunar.

Stjórn SÍM samþykkir að fela formanni að panta tíma hjá Ásmundi Daðasyni formanni niðurskurðarnefndar og ítreka mikilvægi myndlistarsjóðs.

 1. Starfslok Knúts Bruun, heiðursskjal og kveðjugjöf.

Formaður upplýsir stjórn SÍM um stöðu varðandi kveðjugjöf, stjórnin leggur til að gjöfin verði í anda reksturs SÍM og gætt sé hófs. Málið og ákvörðun verður tekin á næsta fundi. Stjórnin leggur til að hugmynd um heiðursskjal og jafnvel nefna sérstakan sjóð Myndstefs.

 1. Önnur mál

Myndlistarráð, úthlutun: Formaður SÍM hefur verið kallaður í úthlutunarnefnd myndlistarráðs þar sem 4/5 nefndarinnar séu vanhæfir. Stjórn SÍM finnst staðan óeðlileg.

Félagsfundur SÍM á Akureyri formaður og framkvæmdarstjóri SÍM héldu fundinn og hann gekk vel. Það var góð mæting og mörg þörf málefni rædd. Meðal annars var farið yfir inntökuskilyrði í sambandið. Stjórnin er sammála því að farið verður yfir inntökuskilyrði.

Formaður SÍM mun sinna vinnu að miklu leyti heima fyrir þar sem hún mun verða við starfsnám í Fjármálaráðuneytinu síðustu þrjá mánuði ársins.

 

Fundi slitið.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com