
Stjórnarfundur SÍM miðvikudaginn 19. mars 2014
Fundarboð
- Stjórnarfundur SÍM miðvikudaginn 19. mars 2014 kl. 10:00
haldinn í SÍM húsinu Hafnarstræti 16.
Fundur settur kl 10:08
- Fundargerð síðasta fundar samþykkt
Engar athugasemdir voru gerðar við fundargerð síðasta fundar og hún því samþykkt.
- Fulltrúi SÍM í höfundarréttarráði – til afgreiðslu.
Hrafnhildur Sigurðardóttir formaður SÍM fulltrúi og Finnur Arnar Arnarsson er skipaður varafulltrúi SÍM.
- Bréf frá Rósu Gísladóttur og Þór Vigfússyni dagsett 25. Febrúar 2014 – til umræðu og afgreiðslu.
Formaður SÍM tekur að sér að senda svarbréf stjórnar SÍM. Stjórnin samþykkti innihald bréfsins.
- Drög að nýjum samkeppnisreglum – til umræðu og afgreiðslu.
Stjórn SÍM fór yfir breytingar á samkeppnisreglum SÍM og samþykkir breytingar.
Endurskoðunarnefnd samkepnnisreglna SÍM.
– Hrafnhildur Sigurðardóttir – Formaður SÍM
– Ingibjörg Gunnlaugsdóttir – Framkvæmdarstjóri SÍM
– Harpa Fönn Sigurjónsdóttur – Lögfræðingur
– Ólöf Pálsdóttir – Arkitekt
- Erindi frá stjórn listamannalauna og tillögur að stefnu stjórnar í málefnum launasjóðsins – til umræðu og afgreiðslu.
Stjórn SÍM lítur það jákvæðum augum að myndlistarmenn og rithöfundar geti sótt um í launasjóð myndlistarmanna um þverfagleg samstarfsverkefni. Þá er stjórn SÍM ekki sammála því að sýningarstjórar sæki um í launasjóð myndlistarmanna. Enda um annað starfssvið að ræða þó skild séu. Stjórn SÍM hvetur og styður sýningarstjóra í baráttu sinni til að leita leiða í fjármögnun á verkefnum sínum.
- Tilnefning í úthlutunarnefnd launasjóðs myndlistarmanna fyrir 2015 til umræðu.
Stjórn SÍM álítur mikilvægt að gæta jafns flæðis í úthlutunarnefnd. Tilmæli frá stjórn launasjóðsins um að nýta lagaramma um að fulltrúar í úthlutunarnefnd starfi til þriggja ára í senn henti ekki starfsumhverfi myndlistarmanna. Leggur stjórn til að fulltrúar sitji í tvö ár í senn.
- Samráðsfundur BÍL og mennta- og menningarmálaráðherra 2. Apríl 2014.
Stjórn SÍM samþykkir, með lítilvægum breytingum áherslur sem formaður SÍM mun kynna á samráðsfundi BÍL og mennta- og menningarmálaráðherra.
- Skýrsla stjórnar SÍM til aðalfundar.
Formaður SÍM sendir skýrslu á stjórn síðar í dag til ályktunar.
- Önnur mál.
- Stjórn SÍM óskar eftir því að úthlutunarnefnd launasjóðs myndlistarmanna komi á fund með stjórn SÍM.
- SÍM hefur fengið stóra salinn á Korpúlfsstöðum til leigu á ný, meðal annars undir sýningarhald félagsmanna en hefur leigan lækkað til muna.
Fundi slitið kl 11:51