Stjórnarfundur SÍM miðvikudaginn 17. september 2014

 Fundargerð

 

 1. Stjórnarfundur SÍM miðvikudaginn 17. september 2014 kl. 10:00-12:00
  haldinn í SÍM húsinu Hafnarstræti 16.

 

Mættir eru: Steingrímur Eyfjörð, Erla Þórarinsdóttir, Jóna Hlíf Halldórsdóttir, Rósa Sigrún, Ingibjörg Gunnlaugsdóttir, Kristjana Rós Guðjohnsen ritar fundinn.

Fjarverandi: Gunnhildur Þórðardóttir

 

Fundur settur kl 10:00

 

 1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar borin upp til samþykktar. Fundargerð síðasta fundar samþykkt.

 

 1. Dagur Myndlistar – nýr verkefnatjóri – kynning á dagskrá og breytingar.

Nýr verkefnastjóri tilnefndur af formanni, búið er að funda með Elísabetu Brynhildardóttur og skoða áherslubreytingar. útbúa fleiri kynningarmyndbönd, fá fimm aðila til að skrifa greinar í Störu tímarit SÍM um hagsmunamál Sambandsins, senda listamenn í skóla og virkja myndlistarmenn í að bera sjálfir ábyrgð á opnum vinnustofum en SÍM býður upp á að setja vinnustofur á vefsíðuna, og í gegnum alla kanala sem SÍM hefur upp á að bjóða fyrir verkefnið.

 

 

 1. Fundur með listasafnstjórum – til umræðu

Fundurinn gekk vel, formaður kynnti hugmynd um starfshóp sem færi yfir laun listamanna sem vinna að sýningu á opinberum söfnum á Íslandi. Mikilvægt er að það sé verkefnastjóri yfir starfshópnum sem heldur utan um gögn og fundi hópsins. Tillögur komu fram um að fá Kára Finnsson til að halda stutt erindi um myndlistina og umhverfið á næsta fundi með safnstjórum.

 

 1. Fundur með lögfræðingi vegna kröfu VR vegna fráfarandi formanns – til umræðu

Framkvæmdastjóri- og formaður SÍM fóru á fund með lögfræðingi hann heitit Ástráður Haraldsson. Fundurinn var góður. Stjórn samþykkir að fá hann til að taka málið að sér. Hann mun hafa samband við VR og skoða næstu skref.

 

 1. Ráðningarsamningur við formann – til umræðu

Stjórn SÍM fer yfir tímabundin ráðningarsamning við formann SÍM. Endurskoðandi SÍM mun fara yfir samninginn og stjórn SÍM tekur hann fyrir á næsta fundi til samþykktar.

 

 1. Inntökuskilyrði SÍM, Myndlistaskólinn á Akureyri – til umræðu

Formaður fékk beiðni um að stjórn SÍM endurskoði inntökuskilyrði og leyfi nemendum sem útskrifast úr Myndlistarskólanum á Akureyri að ganga inn í SÍM. Stjórnin mun fara yfir og skoða inngönguskilyrði í sambandið. Stjórn SÍM samþykkir tillöguna einróma.

 

 1. Varamenn hjá Myndlistasjóði – til umræðu

Stjórn samþykkir að formaður skrifi bréf til Mmr og fái að tilnefna annan varamann í myndlistarsjóð en Hrafnhildi Sigurðardóttir fyrrverandi formann vegna trúnaðarbrests. Tillagan var tekin fyrir og samþykkt.

 

 1. Fjármálafrumvarp 2015 – aðgerðir til umræðu

Formaður leggur til að SÍM bregðist skjótt við og hefði undirskriftasöfnun með ósk um leiðréttingu á framlagi til Myndlistarsjóðs. Tillagan var borin undir stjór og samþykkt.

 

 

 1. Kynning á innra starfsemi SÍM

Formaður fer yfir innri starfsemi. Hækkað hefur verið gjöldin í vinnustofur erlendra listamanna og fer sú hækkun í viðhaldskostnað á vinnustofunum. Starfsemin gengur að öðru leyti mjög vel. Búið er að segja upp húsnæði í Súðavogi, og seinna á Nýlendugötunni. Tillaga hefur komið um nýtt húsnæði, stjórnin er sammála því að halda opið hús og skoðað jafnvel þverfaglegan rekstur með öðrum fagaðilum. Desembersýning SÍM var rædd. ddd

 

 1. Hugarkort – til umræðu

Verður tekið fyrir á næsta fundi.

 

Fleira var ekki rætt og fundi slitið kl 12:00

 

 

 

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com