Lógó Breytt

Stjórnarfundur SÍM miðvikudaginn 17. apríl 2013

Fundargerð

 1. Stjórnarfundur SÍM miðvikudaginn 17. apríl 2013 kl. 10:00-12:00
  haldinn í SÍM húsinu Hafnarstræti 16.

 

Mættir voru: Hrafnhildur Sigurðardóttir formaður, Ingibjörg Gunnlaugsdóttir framkvæmdastjóri, Erla Þórarinsdóttir, Kristín Gunnlaugsdóttir, Kristjana Rós Guðjohnsen, Rósa Sigrún Jónsdóttir, Unnar Örn Jónasson meðstjórnendur. Hrafnhildur ritaði fundinn.

 

 

Fundur settur kl. 10:00.

 1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar borin upp til samþykktar. Engar athugasemdir bárust og telst fundargerðin því samþykkt.
 2. Stjórn skiptir með sér verkum – til ákvörðunar. Unnar Örn Jónasson var kosinn varaformaður, Kristín Gunnlaugsdóttir var kosinn ritari, Kristjana Rós Guðjohnsen gjaldkeri. Ekki var skipaður vararitari og verður það gert á næsta fundi.
 3. Stefnuræða formanns – til upplýsingar. Formaður frestaði stefnuræðu til næta fundar, þar sem stjórn fær gesti á fundinn og því naumur tímur til afgreiðslu mála.
 4. Fundartími stjórnar næstu misseri og félagsfundur – til ákvörðunar. Fundartímar stjórnar eru sem hér segir:

Stjórnarfundir eru frá kl. 10:00-12:00. Sambandsráðsfundir eru frá kl. 12:00 – 13:00 sama dag og stjórnarfundir, en þá verða stjórnarfundir frá 10:00-11:30. Félagsfundir eru frá kl. 17:00-19:00.

 1. Stjórnarfundur miðvikudag 17. apríl
 2. Stjórnarfundur miðvikudag 15. maí
 3. Sambandsráðsfundur miðvikudag 15. maí í framhaldi af stjórnarfundi
 4. Félagsfundur miðvikudag 29. maí.
 5. Stjórnarfundur miðvikudag 5. júní
 6. Stjórnarfundur miðvikudag 21. ágúst.
 7. Stjórnarfundur miðvikudag 11. september
 8. Sambandsráðsfundur miðvikudag 11. sept í framhaldi af stjórnarfundi.
 9. Stjórnarfundur miðvikudag 9. október.
 10. Félagsfundur miðvikudag 23. október
 11. Stjórnarfundur miðvikudag 6. nóvember.
 12. Stjórnarfundur miðvikudag 4. desemeber.

 

 1. Starfsáætlun – farið yfir starfsáætlun síðasta árs og rætt um framhaldið og næstu skref – til umræðu. Farið var yfir starfsáætlun ársins 2012 og rætt um stöðu mála. Sumum málefnum hefur tekist að ljúka öðrum ekki, en almennt miðar áfram í rétta átt. Stjórn var beðin um að senda formanni tillögur að þeim málefnum sem þeir vilja setta á dagskrá. Drög að nýrri starfsáætlun verður svo tekin fyrir á næsta fundi.
 2. Myndlistarráð – til umræðu og ákvörðunar. Rætt var um málefni Myndlistarráðs. Í stað Auðar Övu hefur Kristján Steingrímur verið skipaður í ráðið. Fram kom í samtali hans og formanns SÍM að það sé vilji ráðuneytisins að unnið verði hratt að nýjum reglum fyrir ráðið og jafnframt að haft verði fullt samráð við fagfélögin sem að ráðinu standa um þær reglur og umsagnir um þær. Þó vildi Kristján Steingrímur ekki sjá um milligöngu um þau gögn og taldi það starf fulltrúa SÍM í ráðinu. Fulltrúar fagfélaga í ráðinu eigi því sjálf að kynna þau drög að reglum og úthutunarreglum Myndlistarráðs og Myndlistarjóðs, sem formaður ráðsins hefur lagt fyrir stjórn í sínum fagfélögum. Það hefur ekki verið gert. Einnig að fulltrúar SÍM í ráðinu verði sjálfir að boða varamann sinn á fundi, og hefur það heldur ekki verið gert. Fulltrúar SÍM í ráðinu hafa heldur ekki sent áfram fundargerðir líkt og verklagsreglur SÍM segja til um. Á stjórnarfundum SÍM undanfarin misseri m.a. vinnufundi um Myndlistarráð kom fram að það var eindreginn vilji þáverandi stjórnar að annar fulltrúi í ráðinu sé jafnframt fulltrúi í stjórn. Nú hefur sú staða komið upp að kjörinn fulltrúi SÍM úr stjórninni situr ekki lengur í stjórn. Þar sem vinnan innan Myndlistarráðs er á fullum skrið og formaður ráðsins ber fulltrúum SÍM vel söguna taldi stjórn þótti ekki ráðlegt að “skipta um klár í miðri á.” Ákveðið var um að formaður SÍM kalli eftir úrbótum þeirra mála við fulltrúa SÍM í ráðinu, sem og auknum samskiptum við stjórn SÍM. Var formanni falið að kalla eftir gögnum og áframsenda þau á stjórn.
 3. Erindi Steingríms Eyfjörð – til afgreiðslu. Rætt var um erindi Steingríms Eyjförðs. Lögð voru fram drög að svari, sem lögfræðingur Myndstefs Harpa Fönn hafði orðað. Hér var gert hlé á fundi kl. 11:25 til að taka á móti gestum. Sjá lið 9.
  Stjórnarfundi var fram haldið kl. 12:30. Samþykkt var að formaður myndi lagfæra bréfið til Steingríms með aðstoð Hörpu Fannar og senda það til stjórnar til samþykktar. Þegar lokaniðurstaða liggur fyrir mun bréfið sent til Steingríms.
 4. Tilnefningar til úthlutunarnefndar Launasjóðs myndlistarmanna – til umræðu. Formaður bað stjórnarliða að senda sér 6-8 nöfn félagsmanna sem að hringt verður í til að athuga með setu í nefndinni.
 5. Birta Guðjónsdóttir og Markús Þór Andrésson koma til fundar við stjórn 11:30. Til fundarins gengu Birta Guðjónsdóttir, Markús Þór Andrésson, Jón Proppé og stuttu síðar Hlynur Helgason. Rætt var um málefni sjálfstætt starfandi sýningarstjóra í Listfræðafélagi Íslands. Einnig var rætt um sameiginlega hagsmuni félagsins og félagsmanna SÍM. Rætt var um nýlegan fund SÍM og Listasafns Íslands og þau bréf sem send hafa verið til Mennta- og menningarráðherra(MMR) með ósk um fund til að ræða stöðu myndlistarmanna og safnsins gagnvart MMR. Fram kom sú sýn að fulltrúar Listfræðafélags Íslands ættu tvímælanlaust heima í umræðuhópi um þau málefni sem á fundi SÍM og LÍ voru rædd, og ber þar hæst MU-samningurinn sem SÍM hefur látið þýða og óskað hefur verið eftir að innleiddur verði á Íslandi. Rætt var um að halda sameiginlegan funda með vorinu um þessi málefni með SÍM, Listfræðafélagi Íslands og Listasafni Íslands, hvort sem ráðuneytið verði búið að skipa nefnd þar að lútandi eður ei. Fundargestir þökkuðu fyrir sig og gengu af fundi kl. 12:30.
 6. Önnur mál. Unnar Örn lagði fram erindi vegna tölvupósts Ástu Ólafsdóttur til félagsmanna í aðdraganda kosninga. Verður það tekið fyrir á næsta stjórnarfundi.

Fundi slitið kl. 12:50

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com