Stjórnarfundur SÍM miðvikudaginn 14. nóvember 2012

Fundargerð

 1. Stjórnarfundur SÍM miðvikudaginn 14. nóvember 2012 kl. 10:00-12:00

haldinn í SÍM húsinu Hafnarstræti 16.

 

Mættir voru: Hrafnhildur Sigurðardóttir formaður, Ásmundur Ásmundsson varaformaður,

Kristín Gunnlaugsdóttir, Unnar Örn Jónasson meðstjórnendur. Dósla sat fundinn í stað

Katrínar Elvarsdóttur sem boðaði forföll. Hrafnhildur ritaði fundinn.

Fundur settur kl. 10:10

 

 1. Fundargerð stjórnarfundar 9. október borin upp til samþykkar. Ekki bárust neinar

athugasemdir um fundargerðina og var hún samþykkt.

 1. Félagsfundur 8. Nóvember – til umræðu og fundargerð borin upp til samþykktar. Á

félagsfundinn mættu fjórir félagsmenn fyrir utan formann og framkvæmdastjóra. Formaður hafði orð á því að það þyrfti að vera spurning í könnun félagsins hvað félagsmenn vilji að rætt verði á slíkum fundum. Fundargerð hefur ekki verið skráð en verður send síðar.

 1. Siðareglur og verklagsreglur SÍM – til afgreiðslu. Farið var yfir siðareglur og lokabreytingar gerðar á þeim. Rætt var lítillega um verklagsreglurnar. Endanlegar breytingar verða gerðar á þeim á næsta fundi. Rætt var um að einnig þyrfti að gera sérstakar verklagsreglur fyrir stjórn SÍM til að auka gagnsæi og þar þyrfti að koma fram hvernig bregðast eigi við því þegar stjórnarliðar sækja um í sjóði, þar sem þeir hafa skipað fulltrúa í úthlutunarnefnd.
 2. Samkeppni um útilistaverk HP –Granda – auglýsing til afgreiðslu. Farið var yfir auglýsingu og hún fínpússuð og dagsetningum breytt í henni sem og í texta fyrir heimasíðu.
 3. Vinnufundur vegna MU samnings – niðurstöður fundar þann 7. nóvember. Á vinnufundi settu stjórnarliðar saman spurningalista sem formaður fer með til Svíþjóðar á námskeið í MU- samningnum sænska. Rætt var um spurningarnar og bætt við þær.

 

 1. Sambandsráðsfundur SÍM 5. desember – efni fundar ákveðið. Á fundinum verður rætt um MU- samninginn stöðu mála og formaður segir frá námskeiðinu í Stokkhólmi. Gunnhildur mun koma og gera grein fyrir Degi myndlistar.
 2. Starfslýsinar starfsmanna á skrifstom SÍM – til umræðu. Þessum lið var frestað þar sem ekki hafði tekist að setja gögnin á innra netið. Þau verða sett þangað á næstu dögum og tekin til umræðu á næsta fundi.
 3. Önnur mál.
 4. Skipan í nefndir. i. Formaður greindi frá að Jón Proppé vildi taka að sér að sitja í

úthlutunarnefnd launasjóðs myndlistarmanna í stað Markúsar Arnars sem var talin vanhæfur

af sjóðnum að sitja í nefndinni, en áður hafði Hildigunnur Birgisdóttir verið tilnefnd í

stað Hildar Bjarnadóttur sem hvarf af landi brott. ii. Bréf frá Hafþóri Yngvasyni frá

Listasafni Reykjavíkur. Bréf barst frá Hafþóri Yngvasyni til að minna okkur á að fulltrúi

okkar í innkaupanefnd hafi nú setið tvö ár og að við eigum von á boði frá Menningar- og

ferðamálaráði um nýja tilnefningu. iii. Myndlistarsjóður. Rætt var um að við eigum einnig

von á bréfi frá Mennta- og menningarráðuneyti um skipan í nýjan Myndlistarsjóð, en í hann

renna 45 milljónir á þessu fyrsta starfsári árið 2013.

 1. Fundur BÍL með nýskipuðum Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti. Formaður sagði

lauslega frá fundinum og að í Myndlistarsjóð hafi komið framlög frá ráðuneytinu að upphæð

45 milljónir. Formaður mun senda stjórn gögn fundarins en þar kemur m.a. fram að BÍL

óskaði eftir árlegum samráðsfundi við þetta nýja ráðuneyti líkt og hefð er komin fyrir með

Mennta- og menningarmálaráðherra í ráðherrabústaðnum.

 1. IAA fundir í Istanbul. Formaður mun senda stjórn fundargerð fundarins þegar hún berst og jafnframt sína eigin af fundinum.
 2. Svar Listaháskóla Íslands við fyrirspurn vegna ráðningar í tímatengdum miðlum. Svar barst á dögunum frá LHÍ vegna bréfs frá stjórn SÍM. Í bréfinu færa þeir alla ábyrgð yfir á umsækjanda þar sem hann hafði ekki gert athugasemd við skipan fagnefndar.
 3. „You are in Control“ ráðstefna. Formaður sótti ráðstefnuna, en samþykkt var á síðasta

fundi að styrkja stjórn og einn frá hverju félagi um kr. 10.000 til að taka þátt í henni. Það

var ánægjulegt að sjá hve mörg félög nýttu sér það og sendu fulltrúa sinn á ráðstefnuna.

Ráðstefnan var mjög áhugaverð að mati formanns og hvetur hún stjórnarliða og félögin til að

mæta á ráðstefnuna að ári.

 

Fundi slitið kl. 12.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com