Stjórnarfundur SÍM miðvikudaginn 13. febrúar 2013

Fundargerð

 1. Stjórnarfundur SÍM miðvikudaginn 13. febrúar 2013 kl. 10:00-12:00
  haldinn í SÍM húsinu Hafnarstræti 16.

 

Mættir voru: Hrafnhildur Sigurðardóttir formaður, Ingibjörg Gunnlaugsdóttir framkvæmdastjóri og Katrín Elvarsdóttir, Kristín Gunnlaugsdóttir, Unnar Jónasson meðstjórnendur og Hjördís Bergsdóttir- Dósla sem sat fundinn í stað Ásmunds Ásmundssonar varaformanns sem boðaði forföll. Hrafnhildur ritaði fundinn.

 

Fundur settur kl. 10:15.

 1. Fundargerð stjórnarfundar frá 9. janúar borin upp til samþykktar. Fundargerðin var samþykkt með breytingum.
 2. Aðalfundur SÍM og lagabreytingar. a.b. og c. Stjórn samþykkti að leggja tillögur að lagabreytingum fyrir aðalfund. Lagabreytingar verða lagðar til á greinum 7., 8., 9. og 13 í lögum SÍM. Breytingarnar viðkoma breyttu orðalagi um kosningarfyrirkomulag vegna nýtilkominna rafrænna kosninga í 7. og 8. grein, að sambandsráðsfundum verði fækkað úr fjórum í tvo á ári í 9. grein og að skerpt verði á skilgreiningu hver sé fullgildur félagsmaður í 13. grein.
 3. Rekstraráætlun SÍM – til samþykktar. Ingibjörg framkvæmdastjóri SÍM lagði fram rekstraráæltun SÍM fyrir árið 2013. Ljóst er að tekjur SÍM minnka á árinu, þar sem KÍM er farið úr húsinu og ekki hefur fundist annar leiguliði. Ingibjörg útskýrði jafnframt að ef rekstur vinnustofanna yrði aðskilinn rekstri SÍM myndi koma til meira tekjutap hjá SÍM, þar sem SÍM fær nú umsýslukostnað vegna rekstrarins. Það tekjutap yrði þá að laga með því að hækka félagsgjöld SÍM töluvert. Jafnframt kom fram að sumir félagsmenn SÍM telji að of mikil orka starfsmanna fari í rekstur vinnustofa, sem annars yrði nýttur í hagsmunabaráttu fyrir listamenn. Eins og starfslýsingar starfsmanna SÍM gefa til kynna er rekstur vinnustofa á hendi framkvæmdastjóra og skrifstofu, en hagsmunabaráttan alfarið í höndum formanns og stjórnar. Ef vinnustofurekstur yrði aðskilinn rekstri SÍM jafngilti það ekki að meiri vinna yrði lögð í hagsmunareksturinn, þar sem það er ekki á höndum starfsmanna skrifstofu að sinna hagsmunabaráttunni, heldur einungis að þjónusta félagsmenn og sjá um almennan rekstur SÍM. Ákveðið var að koma þessum sjónarmiðum á framfæri í næsta fréttabréfi SÍM.
 4. Kosningarfyrirkomulag vegna tilnefninga í nefndir, stjórnir og ráð á vegum SÍM. Formaður SÍM hefur unnið að því á undanförnum árum, að koma kosningum í nefndir, stjórnir og ráð í skilvirkari farveg. Stjórn SÍM ákvað að fyrirkomulagið yrði eftirfarandi:
  Að kallað væri eftir nöfnum fyrir nefndina sem skipa á í hverju sinni.
  b. Þvínæst myndi starfsmaður SÍM hringja í þá félagsmenn sem ekki hefðu þegar gefið kost á sér til stjórnarstarfa.
  c. Nöfn þeirra sem gefa kost á sér eru send stjórn í tölvupósti og stjórnarliðar beðnir að kjósa tiltekinn fjölda sem vantar í þá nefnd sem skipa á félagsmann í.
  d. Niðurstaða er tilkynnt á næsta stjórnarfundi og er jafnframt birt á netinu.
 5. Niðurstaða tilnefninga stjórnar SÍM í nefndir og ráð:
  Tilnefning eins fulltrúa í innkaupanefnd Listasafns Íslands.
  Anna Líndal var skipuð aðalmaður og Hrafnkell Sigurðsson varamaður í innkaupanefndinni.
 6. Skipun tveggja fulltrúa í Muggsnefnd – til umræðu og afgreiðslu. Formanni falið að afgreiða málið samkvæmt lið 4.
 7. Skipun tveggja fulltrúa í dómnefnd vegna samkeppni á vegum Fangelsismálastofnunar. Formanni falið að afgreiða málið samkvæmt lið 4.
 8. Siða- og verklagsreglur SÍM hvað nú? – til framkvæmdar. Lokaútgáfa af verklagsreglum verður send stjórn í tölvupósti til samþykktar fyrir aðalfund. Þarnæst verða þær sendar öllum félagsmönnum sem sitja í nefndum og ráðum fyrir SÍM og þeir beðnir um að undirrita. Í framtíðinni verða skipaðir félagsmenn kallaðir til skrifstofu SÍM til að undirrita siða- og verklagsreglur.
 9. Starfslýsingar formanns, framkvæmdastjóra, skrifstofustjóra og umsjónarmann vinnustofa lagðar fram til lokakynningar. Nýjar stafslýsingar SÍM verða kynntar í næsta fréttabréfi og félagsmenn upplýstir um að þeir geti kynnt sér þær á skrifstofu SÍM. Þær verða ekki birtar á netinu.
 10. Hvað á barnið að heita? – MU medverkans- och utställningsärsettning á íslensku. Ákveðið var að samningur við Mennta- og menningarráðuneytið um laun til handa myndlistarmönnum skildi heita ,,Verkefnis- og sýningarlaun,” skammstafað VS-samningurinn.
 11. Myndlistarráð: Mótun framtíðarsýnar og stefna stjórnar SÍM fyrir fulltrúa félagsins – til afgreiðslu. Formaður lagði til að haldinn yrði aukafundur um Myndlistarráðið. Hann verður að hálfum mánuði liðnum þriðjudaginn 26. febrúar kl. 10. Þar verða spurningar formanns, sem settar hafa verið á innra netið, teknar fyrir sem og fundargerð frá samráðsfundi Mennta- og menningarráðherra, sem haldinn var fyrr í þessum mánuði.
 12. Málefni næsta félagsfundar – starfshópur skipaður. Á síðasta sambandsráðsfundi var rætt um félagsfundi SÍM og hve fáir sæktu þá. Á aðalfundi BÍL ræddi formaður SÍM við fulltrúa aðildarfélaganna og kom upp sú hugmynd að halda næsta félagsfund á Akureyri í enda maí. Stjórn samþykkti þessa tillögu og bætti um betur. Samþykkt var að næstu félagsfundir þar á eftir yrðu haldnir á Ísafirði í haust, á Seyðisfirði næsta vor og endað yrði á Suðurlandi haustið 2014. Er næsta víst að þeir félagsfundir yrðu fjölmennari en fundirnir haldnir hér í Reykjavík. Ef þetta fyrirkomulag gefst vel væri hugsandi að félagsfundir SÍM myndu rótera milli landshorna og þannig yrði fimmti hver fundur haldinn í Reykjavík.
 13. Breytt skilyrði aðildar að SÍM – starfshópur skipaður. Samþykkt var að skipa starfshóp um skilyrði aðildar að SÍM og hugsanlegar breytingar á þeim. Formaður tók að sér að kalla eftir fulltrúum í nefndina frá aðildarfélögunum.
 14. Önnur mál. a. Katrín Elvarsdóttir benti á að nú væri tímabil stjórnarsetu hennar og Ragnars Kjartanssonar að renna út, en þau tóku bæði við á miðju tímabili af Hildigunni Birgisdóttur og Hildi Bjarnadóttur. Þau hafa bæði áhuga á að sitja áfram og þarf stjórn að taka afstöðu til þess á næsta fundi.
  Unnar Örn benti á að fyrir næsta aðalfund BÍL að ári væri gott að við tækjum ákvörðun á stjórnarfundi hvort við vildum senda inn ályktun vegna málefna SÍM. Formaður upplýsti að það væri komið á dagatali stjórnar fyrir næsta ár.
  c.
  Rætt var í framhaldinu um ályktanir til aðalfundar SÍM. Stjórn var sammála um að engin málefni væru á borðinu, sem væri brýnt að álykta um nú.
  d.
  Unnar Örn spurðist fyrir hvort við hefðum ekki fengið frumvarp til Menningarstefnu ríkisins inn á borð stjórnar SÍM. Svo er ekki. Formanni var falið að kanna hvort það standi til, eða hvar málið sé statt m.a. hjá BÍL.

Fundi slitið kl. 12:20

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com