Stjórnarfundur SÍM miðvikudaginn 12. desember 2012

 

Fundargerð

 1. Stjórnarfundur SÍM miðvikudaginn 12. desember 2012 kl. 10:00
  haldinn í SÍM húsinu Hafnarstræti 16.

 

Mættir voru: Hrafnhildur Sigurðardóttir formaður, Ásmundur Ásmundsson varaformaður, Ingibjörg Gunnlaugsdóttir framkvæmdastjóri og Katrín Elvarsdóttir, Kristín Gunnlaugsdóttir, Unnar Jónasson meðstjórnendur. Hrafnhildur ritaði fundinn.

 

Fundur settur k. 10:10.

 1. Fundargerð stjórnarfundar frá 5. desember borin upp til samþykktar. Athugasemdir voru gerðar við fundargerðina og verður hún send út aftur með breytingum.
 2. Siðaregur og verklagsreglur SÍM – til afgreiðslu. Frestað til næsta fundar.
 3. Tilnefningar í nefndir og ráð:
  Tilnefning eins fulltrúa SÍM til BÍL vegna fulltrúa í nefnd um heiðurslaun Alþingis.
  SÍM skilaði sinni tilnefningu til fundar, en Pétur Gunnarsson úr rithöfundasambandinu varð fyrir valinu.
  b. Tilnefning eins fulltrúa í innkaupanefnd Listasafns Reykjavíkur.
  Stjórn SÍM hefur falið formanni að hafa samband við félagsmenn samkvæmt lista.
  c. Tilnefning tveggja aðalfulltrúa og tveggja varafulltrúa í stjórn listskreytingasjóðs.
  Stjórn SÍM fól formanni að hafa samband við félagsmenn samkvæmt lista.
  d. Tilnefning tveggja fulltrúa og tveggja varafulltrúa í myndlistarráð.
  Stjórn SÍM fól formanni að hafa samband við félagsmenn samkvæmt lista.
  e. Tilnefning eins fulltrúa í innkaupanefnd Listasafns Íslands.
  Kosningu fulltrúa var frestað til næsta fundar og formanni falið að fá botn í fjármál innkaupanefndar LÍ.
 4. Starfslýsingar formanns, framkvæmdastjóra, skristofustjóra og „Residency Director“ lagðar fram til samþykktar. Jafnframt leggur Ingibjörg fram yfirlit um breytt starfshlutföll, starfsvið og tekjur SÍM ef til kæmi að öll vinnustofustarfsemi yrði undanskilinn rekstri SÍM – til umræðu. Frestað til næsta fundar.
 5. Bréf til LHÍ vegna lagabreytinga vegna ráðningar prófessors í tímatengdum miðlum við LHÍ – til afgreiðslu. Unnar Örn kynnti drög að bréfi. Verður það sett inn á netið fyrir næsta fund og afgreitt á þeim fundi.
 6. Sambandsráðsfundur SÍM 12. desember kl. 12-13 – til umræðu. Sambandsráðsfundi var frestað til næsta fundar vegna anna við tilnefningar í nefndir og ráð.
 7. Önnur mál.
  Erindi frá stjórn listamannalauna
  . Kristján Steingrímur stjórnarmaður listamannalauna hafði samband við formann og bað hana um að gera könnun meðal stjórnarmanna um afstöðu til þess að fleirum en listamönnum verði gefinn kostur á að sækja styrki í launasjóð myndlistarmanna. Stjórn lýsti sig alfarið á móti því að opna sjóðinn öðrum en listamönnum.
  b. Hp. Grandi. Skipun eins fulltrúa í forvalsnefnd og tveggja í dómnefnd vegna listskreytingar hjá Granda. Stjórn SÍM fól formanni að hafa samband við félagsmenn samkvæmt lista.
  c. Trúnaðarmál. Formaður ræddi við stjórn um trúnað í málefnum sem tekin eru fyrir hjá stjórn. Minnti hún á að meðan málefni eru á viðkvæmu stigi skuli ekki ræða þau utan stjórnar.

Fundi slitið. kl. 12:15

 

 

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com