Lógó Breytt

Stjórnarfundur SÍM miðvikudaginn 11. apríl 2012

Fundargerð

 1. Stjórnarfundur SÍM miðvikudaginn 11. apríl 2012 kl. 13:00
  haldinn í SÍM húsinu Hafnarstræti 16

 

Mættir eru: Hrafnhildur Sigurðardóttir formaður, Ásmundur Ásmundsson, Ásta Ólafsdóttir, Hjördís Bergsdóttir, Unnar Örn Jónasson, og Katrín Elvarsdóttir sem jafnframt ritar fundinn.

 

Fundur settur kl. 13:10

Samþykkt að umsögn um myndlistarlögin verði bætt inná (liður 13).

 1. Fundargerð síðasta fundar borin upp til samþykktar. Þar sem ekki bárust athugasemdir telst fundargerðin samþykkt.

 

 1. Stjórn skiptir með sér verkum – til ákvörðunar. Ásmundur Ásmundsson var kosinn varaformaður, Unnar Örn bauð sig fram til gjaldkera, Kristín Gunnlaugsdóttir var kosinn ritari með fyrirvara um samþykki hennar og Katrín Elvarsdóttir vararitari.

 

 1. Stefnuræða formanns – til upplýsingar. Sjá viðhengi.

 

 1. Fundartími stjórnar næstu misseri og félagsfundur– til ákvörðunar. Stjórnarfundir verða á miðvikudögum frá kl. 13-15.30, félagsfundir frá 20:00-22:00 og sambandsráðsfundir frá 15:00 – 16:30 sama dag og stjórnarfundir, en þá verða þeir frá 13:00-14:30.
 2. Stjórnarfundur 11. apríl
 3. Félagsfundur 23. apríl
 4. Stjórnarfundur 15. maí – athugið að það er þriðjudagur
 5. Stjórnarfundur 6. júní
 6. Sambandsráðsfundur 6. júní í framhaldi af stjórnarfundi
 7. Stjórnarfundur 27. júní
 8. Stjórnarfundur 22. ágúst
 9. Stjórnarfundur 12. september
 10. Sambandsráðsfundur 12. september í framhaldi af stjórnarfundi
 11. Stjórnarfundur 10.október
 12. Félagsfundur 24. október
 13. Stjórnarfundur 14. nóvember
 14. Stjórnarfundur 5. desemeber
 15. Sambandsráðsfundur 5. desember í framhaldi af stjórnarfundi
 16. grein laga SÍM um kosningar – til umræðu. Samkvæmt lögfræðingum Myndstefs þarf ekki að breyta lögum SÍM. Stjórn ákvað að setja saman nefnd til að fara ofan í saumana á framkvæmd kosninga hjá SÍM og það hvort breyta þurfi lögunum. Nefndina skipa Ásta Ólafsdóttir og Hrafnhildur Sigurðardóttir ásamt lögfræðingi eða sjórnsýslufræðingi.

 

 1. Starfsáætlun – farið yfir starfsáætlun og rætt um framhaldið og næstu skref, m.a. MU samninginn sænska – til umræðu. Stjórn falið að senda Hrafnhldi athugasemdir fyrir næsta fund, en þá verður starfsáætlun endanlega samþykkt.

 

 1. Tilnefningar til úthlutunarnefndar Launasjóðs myndlistarmanna – til umræðu.

Stjórn sendi Hrafnhildi 3-5 nöfn til setu í úthlutunarnefndinni.

 

 1. Tilnefning til varamanns í úthlutunarsjóð Muggs – til umræðu og afgreiðslu.

Hrafnhildi falið að hringja í Sólveigu Aðalsteins og Svövu Björnsdóttur, en þær voru næstar á lista þegar kosið var í nefndina í síðasta mánuði.

 

 1. Tillaga að fulltrúa BÍL í stjórn Skaftfells á Seyðisfirði – til umræðu.

Rætt var um hvort Hrafnhildur sæti í stjórn Skaftfells áfram. Henni finnst kraftar hennar dreyfast of mikið með setu í stjórninni, sem og öðrum stjórnum s.s. Korpúlfsstaða. Eftir umræður var ákveðið að hún sitji í stjórn fram yfir næsta aðalfund. Stjórn SÍM var beðið að hugleiða tillögur að fulltrúum í stjórn Skaftfells.

 

 1. Tilnefning trúnaðarmanns vegna samkeppna – til umræðu.

Stjórn sendi Hrafnhildi eina tillögu að nafni til starfans. Ákvörðun tekin á næsta fundi.

 

 1. Tilnefning til varafulltrúa SÍM í stjórn KÍM – til umræðu og afgreiðslu.

Stjórn sendir eitt nafn á Hrafnhildi.

 

 1. Bréf til stjórnar Myndstefs – til umræðu og afgreiðslu. Formaður lagði fram bréf til stjórnar þar sem stjórn fer fram á fund með Myndstefi og samvinnu um málefni er varðar greiðslu til félagsmanna vegna útlána/lána á myndverkum. Samþykkt var að formaður sendi bréfið óbreytt.
 2. Athugasemdir SÍM um umsagnir aðila að frumvarpi til myndlistarlaga – til afgreiðslu.

Hrafnhildur lagði fram drög að athugasemdum um umsagnir sem borist hafa um frumvarpið. Hún mun bæta inn athugasemdum stjórnar og senda í tölvupósti til samþykktar.

 

 1. Umsóknir um aðild að SÍM frá Hildi Zoëga og Konstantinos Zaponidis – til afgreiðslu

Formanni og skrifstofu SÍM falið að afgreiða umsóknirnar.

 

 1. Önnur mál.
  1. Samþykkt að SÍM finni aðila til að þýða bókina “MU vägen till ett avtal.”
  2. Samþykkt að Hrafnhildur óski eftir samráðsfundi stjórnar SÍM með Halldóri Birni safnstjóra LÍ, þar sem rætt verður um hagsmunamál myndlistarmanna s.s. útlán LÍ á myndverkum og samninga viðlíka MU samningum í Svíþjóð.
  3. Samþykkt að taka við gjafaáskrift frá ISC Sculpture Center í NY í eitt ár.

Fundi slitið. kl.13.30.

Næsti fundur

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com