Stjórnarfundur SÍM föstudagur 19.mars 2010. Kl 11.00 í SÍM húsinu.

Stjórnarfundur SÍM föstudagur 19.mars 2010. Kl 11.00 í SÍM húsinu.

 

Mætt voru: Hildigunnur Birgisdóttir, Hrafnhildur Sigurðardóttir, Ingirafn Steinarsson og Katrín Elvarsdóttir. Ásta Ólafsdóttir boðaði forföll.

Ingirafn Steinarsson ritaði fundinn.

Fundur settur kl. 11:00

 1. Fráfarandi stjórn kemur til fundar. Fellur niður – fært til næsta fundar.

 

 1. Bréf frá Sigþrúði Pálsdóttur lesið um listaverkaeign Landsbankans lesið og athugað verður með að ganga í það mál á einn eða annan hátt að fá hana til baka til Íslensku þjóðarinar.

 

 1. Fráfarandi stjórn gengur af fundi. Komu ekki á fund. Fellur niður.

 

 1. Erindi stjórnar Listfræðifélag Íslands, til kynningar. Rætt um yfirstandandi fyrirlestrarröð þeirra og bókun fyrri stjórnar um samvinnu og aðstöðu þeirra til fundarsetu að Hafnarstræti 16. Formanni falið að bjóða þau velkomin í SÍM húsið og til samstarfs.

 

 1. Erindi frá Ásu Hauksdóttur – til kynningar. Bréfi hennar þar sem hún spyr út í hækkun félagsgjalda hafði verið svarað á fullnægandi hátt af Ingibjörgu Gunnlaugsdóttur.

 

 1. Fyrirspurn Margrétar Reykdal – til kynningar og afgreiðslu. Sendi bréf um kjara og launamál listamanna á Íslandi í samanburði við þau Norsku, Hafði verið tekið fyrir af fyrri stjórn.

 

 1. Samstarf við BÍL um atvinnuleysis-sjúkra og barneignarsjóð-til umræðu og afgreiðslu. Ákveðið að falast eftir “svartri skýrlu” frá Noregi um myndlist til að bera við íslenksan raunveruleika. Stungið uppá því að Ásta Ólafsdóttir fari fyrir hönd SíM Í samvinnu félagsins við BÍL um leiðréttingu á tryggingum ,atvinnu og almennum kjara málum listamanna er. Samþykkt.

 

 1. Hugsanlegt samstarf við BÍL um LOTTO – til umræðu og afgreiðslu. Ákveðið að vinna með BÍL í Lottó málum. Samþykkt

 

 1. Tillaga frá formanni um breyttan stjórnartíma. Fundir fimtudaga kl 11.00. Og skuli ekki vera lengur en einn og hálfur tími hámark. Samþykkt.

 

 1. Önnur mál.

 

 • SÍM póstar. Tillaga kom fram um að daglegur vefpóstur frá SÍM skuli vera: Styrkumsóknir, t.d. Muggur ofl. Samkeppnir, stöður í skólum, atvinnutilboð, og residency. Fundarboð.  Einu sinni í viku kemur póstur með lista yfir komandi sýningar og atburði. Smáauglýsingar koma einu sinni í viku. Verður borið undir næsta fund.

 

 • Spjallfundir með félagsmönnum SÍM. Nota þá til að ná í sérþekkingu félaga. Lotto, kjaramál, vaskur, ofl. Samstarf við hönnuðina um vsk málin. Kallað verður eftir fróðu fólki til að fjalla um kjaramál myndlistamanna.

 

 • Unnið verður að stefnumótandi áætlun SÍM til að vinna eftir næstu tvö árin.

 

 • Rætt um stöðu heimasíðna umm og SÍM. Reynt að fá veftré hugmyndir frá skrifstofu.

 

 • Rætt um að nota almennan félagsfund til að vinna að ,,pressuregroup” með BÍL.

 

 • Skoða könnun MMR um niðurstöður skoðunarkönnunar þeirra til almennings um listamannalaun.

Næsti fundur verður haldinn fimmtudagin 25. mars kl 11.00

Síðasta fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið 12.00

 

 

 

 

 

 

 

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com