Stjórnarfundur SÍM föstudaginn 8. apríl 2016

Fundargerð

 

 1. Stjórnarfundur SÍM föstudaginn 8. apríl 2016 kl. 10:00-12:00
  haldinn í SÍM húsinu Hafnarstræti 16.

 

Mættir eru: Jóna Hlíf Halldórsdóttir formaður, Erla Þórarinsdóttir varaformaður, Steingrímur Eyfjörð, Helga Óskarsdóttir varamaður og Gunnhildur Þórðardóttir sem ritar fundinn.

 

Fundur settur kl. 10.03

 

Dagskrá fundar

 

 1. Fundargerð seinasta fundar til samþykktar. Fundargerð síðasta fundar samþykkt.
 2. Ársskýrsla 2015 – til umræðu. Formaður kynnti ársskýrslu SÍM sem hún mun flytja á aðalfundi SÍM næstkomandi fimmtudag 14. apríl 2016.
 3. Bréf frá Kristbergi Ó. Péturssyni – til umræðu. Rætt var um bréf Kristbergs Ó. Péturssonar sem hann sendi á SÍM. Það sem er mögulegt að gera er að á næsta fundi hjá KÍM mun Erla koma þessu erindi á framfæri. Það verði að svara fyrirspurnum listamanna.
 4. STARA – til umræðu. Formaður ræddi um næsta tölublað STARA sem kemur út fyrir aðalfundinn næstkomandi fimmtudag. Meðal efnis er grein eftir Eirík Örn Nordal og einnig spurningar og svör fjögurra listamanna sem nýlega hafa haft einkasýningu í jafn mörgum söfnum ásamt fleiri efni.
 5. Málþing – Menntun til framtíðar – til umræðu. Formaður ræddi málþingið sem Reykjavírkuakademían og BHM stóðu fyrir 18.mars síðastliðinn. Formaður var beðin um að hafa erindi. Mjög áhugavert málþing sem m.a. var um háskólamenntað fólk án atvinnu, rætt var mikið um framtíðina og atvinnutækifæri.
 6. Tilnefndingar fyrir listamannalaunin – til umræðu. Stjórn SÍM verður að tilnefna í úthlutunarnefnd listamannalauna. Samkvæmt lögum verður SÍM að haga tilnefningum þannig að það verði að bera það upp á aðalfundi og formlega boðuðum félagsfundi til að tryggja jafnan rétt karla og kvenna. Verður að senda fyrir 25. apríl en stjórnin mun senda póst á formann.
 7. Fundur með safnstjóra – til umræðu. Formaður sagði frá fundi með safnstjórum þar sem hún bauð þeim fund 10. mars sl. Til að afhenda þeim áframhaldandi vinnu við samninginn um þóknun til listamanna. Það komu einungis þrír safnstjórar Hlynur Hallson fyrir Listasafn Akureyrar, Þorgerður Ólafsdóttir fyrir Nýlistasafnið og Ólöf K. Sigurðardóttir fyrir í Listasafn Rreykjavíkur.
 8. Ársskýrsla myndlistarráðs. Formaður sýndi ársskýrslu myndlistarráðs og þar sem farið er yfir verkefni ársins 2015.
 9. Annað. Rætt var lítillega um listahátið í Reykjavík. Formaður ræddi að hafa málþing um baráttumál myndlistarmanna í samvinnu við samband íslenskra sveitarfélaga, sjónvarpsþátt, taka viðtöl og fá listamenn fólk frá Kanada, Bretlandi og Noregi til að halda erindi. Björg Þorsteinsdóttir kom á skrifstofu SÍM og Myndstef skrifaði fyrirspurn fyrir hana, afhverju eru verkin hennar sem listasöfnin eiga eftir hanaaldrei sýnd en en Harpa Fönn lögfræðingur Myndstef, sendi almennt bréf til Listasafns Íslands með þessari fyrirspurn. Gott væri ef SÍM skrifi almennt bréf til safnanna að vinsamlegsta að svara fyrirspurnum listamanna. Grunnvandamálið eru að það eru litlar sem engar rannsóknir gerðar á íslenski myndlist, engin sýn að skoða hana vel þess vegna eru mörg verk óskilgreind sem eru í safneign. Gunnhildur þakkaði fyrir sín störf en þetta var síðasti fundurinn hennar.

Halda umræðunni uppi á faglegum nótum með  greinarskrifum, Fundi slitið kl.12.32

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com