Stjórnarfundur SÍM föstudaginn 4. mars 2016

Stjórnarfundur SÍM föstudaginn 4. mars 2016 kl. 10:00-12:00
haldinn í SÍM húsinu Hafnarstræti 16.

 

Mættir eru: Jóna Hlíf Halldórsdóttir formaður, Erla Þórarinsdóttir varaformaður, Steingrímur Eyfjörð, Helga Óskarsdóttir varamaður og Gunnhildur Þórðardóttir sem ritar fundinn.

 

Fundur settur kl. 10.10

 

Dagskrá fundar

 1. Fundargerð seinasta fundar til samþykktar. Fundargerð síðasta fundar samþykkt.
 2. NNBK heimsókn til SÍM – til umræðu. Formaður sagði frá heimsókn NNBK, norsku myndlistar – og skúlptúrsamtökunum sem koma í heimsókn til landsins laugardag 5. mars. Þetta er stór hópur og það verður verður flott dagskrá þann dag, margar sýningar heimsóttar, einnig verður farið á opnanir og Korpúlfstaðir heimsóttir. Stjórn SÍM er boðið af samtökunum í kvöldverð að Korpúlfsstöðum.
 3. KÍM – til umræðu. Erla varaformaður sagði frá fundum hjá KÍM. Halli KÍM var leiðréttur og það verður hægt að úthluta úr sjóðum til að styrkja íslenska list erlendis. KÍM heldur sínu striki varðandi Feneyjartvíæringinn og verður umsóknarferlið áfram með sama hætti. Steingrímur vill bóka að hann er á móti því að listamaður sé að leggja fram tillögur fyrir Feneyjartvíæringinn heldur eigi listamaðurinn að hafa fullt traust og frelsi til að skapa það sem hann vill. Listin gerirst á vinnustofunni í lífi listamannsins en ekki á sýningunni.
 4. Myndlistarsjóður – til umræðu. Formaður sagði frá að það vantar að skipa í stjórnir innan myndlistarsjóðs. Kanna hvort þingmenn geti agiterað fyrir þessu og rætt um að senda póst á Katrínu Jakobsdóttir. Það verður að skipa í stjórn myndlistarsjóðs og listskreytingasjóðs.
 5. Listskreytingarsjóður – til umræðu.Rætt var um listskreytingasjóð og að það vanti í stjórn þess.
 6. Bréf frá Borgarráði vegna þóknun til listamanna – til umræðu. Formaður og Ásdís Spanó verkefnastjóri fóru á kynningarfund hjá borgarráði varðandi samning um framlag til myndlistarmanna. Formaður las bréf frá borgarráði um að þau fela menningar og ferðamálasviði að halda áfram viðræðum við SÍM og finna raunhæfan grundvöll fyrir greiðslur til myndlistarmanna. Formaður sagði frá ástandi hjá Reykjavíkurborg þar sem hefur verið óskað eftir því að BÍL fái einungis einn áheyrnafulltrúa í stað tveggja og einn frá ferðamálaráði. Einnig var rætt um áætlanir Reykjavíkurborgar varðandi Korpúlfsstaði.
 7. Kynning framlagssamningur fyrir ráðherra – til umræðu. Formaður sagði frá kynningu um samninginn í ráðuneytinu. Samningurinn er lifandi plagg. Rætt var um að mennta – og menningarmálaráðuneytið ætti að taka við samningnum núna og gera nýjan starfshóp og halda þeirri vinnu áfram.
 8. Tilnefnda í innkaupanefnd Listasafn Íslands. Stjórn þarf að tilnefna eina konu og einn karl í innkaupanefnd Listasafns Íslands. Stjórn sendir formanni nöfn í tölvupósti.
 9. Listamannalaun – til umræðu – trúnaðarmál. Stjórn SÍM fékk bréf frá Hrafnkeli Sigurðssyni þar sem hann kvartar um að umsóknarferlið fyrir myndlistarmenn er öðruvísi en hjá hinum varðandi listamannalaun. Þar sem myndlistarumsóknirnar hafa möguleika á að senda umsókn í pósti, það er möppur með myndum osfrv. Möppurnar höfðu ekki verið opnaðar. Í stað þess ætti að hafa möguleika um að vista þyngri skjöl með umsóknum og hafa þær allar rafrænar.
 10. Félagsfundur SÍM á Akureyri og kynning ásamt viðtali við formann á N4 – til umræðu. Formaður sagði frá félagsfundi á Akureyri sem gekk vel og var ágætis mæting. Einnig var tekið viðtal við formann á sjónvarpsstöðinni N4.
 11. Tillögur að lagabreytingum fyrir aðalfund – til umræðu. Athuga hvort það þurfi að vera einhverjar lagabreytingar fyrir aðalfundinn.
 12. Annað. Formaður ræddi um að hækka félagsgjöldin um 2000 kr fyrir næsta ár. SÍM fékk áframhaldandi styrk frá KKNORD. Eirún Sigurðardóttir og Klængur Gunnarsson munu bjóða sig fram sem aðalmaður og varamaður í stjórn SÍM. Formaður mun hafa erindi hjá Reykjavíkurakademínunni 18. mars nk.á málþingi Háskólamenntaðir án atvinnu. Æskilegt að fulltrúi úr stjórn SÍM mæti á málþingið um höfundarrétt sem verður haldið sama dag í Norræna húsinu. Rætt var um STARA og áherslur fyrir næsta blað t.d. áhersla á umræðu um myndlist og vöntun á henni. Einnig að ræða við menningardeildirnar hjá blöðunum og hafa viðtal við listfræðing. Það er fjallað of lítið um myndlist.

Fundi slitið kl. 12.10.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com