Stjórnarfundur SÍM föstudaginn 30. október 2015

Fundargerð

 Stjórnarfundur SÍM föstudaginn 30. október 2015 kl. 10:00-12:00
haldinn í SÍM húsinu Hafnarstræti 16.

 

Mættir eru: Jóna Hlíf Halldórsdóttir formaður, Ingibjörg Gunnlaugsdóttir framkvæmdastjóri, Erla Þórarinsdóttir varaformaður, Steingrímur Eyfjörð, Sindri Leifsson, Helga Óskarsdóttir varamaður og Gunnhildur Þórðardóttir sem ritar fundinn.

 

Fundur settur kl. 10.06

 

Dagskrá fundar

 

  1. Fundargerð seinasta fundar til samþykktar. Fundargerð síðasta fundar samþykkt. Formaður mun boða nýjan samráðsfund í næsta mánuði vegna lélegrar mætingar þar sem einungis formaður Leirlistafélagsins mætti.
  2. IAA – AIAP- Formaður segir frá fundi. Formaður og framkvæmdastjóri sögðu frá fundi Listamannasamtaka Evrópu og Alþjóðlegu listasamtakanna. Formaður sagði frá erindi sínu á fundinum og er hún óskaði eftir stuðningsyfirlýsingu frá Listamannasamtökum um allan heim vegna lokun Moskunnar, verki Christoph Buchel í íslenska skálanum á Feneyjartvíæringnum. Litlar undirtektir voru á fundinum en málið verður tekið upp í rafrænni kosningu. Rætt var um málþing sem haldið var í kjölfar fundarsins auk erinda fyrirlesarana. Formaður listamanna í Svíðþjóð Katarina X, hélt góðan fyrirlestur og sagði hvernig gengi með MU samninginnn þar í landi. Hún meðal annars biður söfnin um að senda sér ársreikninga til að sjá hverjir greiða listamönnum þóknun o.s.frv. Formaður hefur nú beðið helstu listasöfnin á Íslandi um að senda sér þeirra ársreikninga með sundurliðun. Joseph X frá Pay Artists í Englandi hélt einnig erindi á málþinginu auk Heidi X frá Sambandi myndlistarmanna í Noregi. Í kjölfarið ræddu formenn Norrænu samtakanna um að hafa málþing og fund á Íslandi. Nauðsyn þykir að ná til Evrópusambandsins og búa til lagaákvæði um að greiða listamönnum fyrir vinnu sína. Þá kom Greta X frá norska listskreytingasjóðnum og sagði frá þeirra starfsemi en það er fyrirmynd íslenska listskreytingasjóðsins. Formaður sagði frá samskiptum Ásdísar Spanó við listasöfnin en hún bað um gögn frá þeim en fékk engin svör nema frá Gerðarsafni. Formaður hefur ítrekað söfnin um að senda svör svo hægt sé að klára undirbúning fyrir herferðina Borgum listamönnum. Svar hefur borist frá Listasafni Akureyrar og Listasafni Árnesinga.
  3. SÍM salurinn jólabasar til umræðu. Rætt var um að breyta fyrirkomulaginu og hafa nefnd sem færi yfir umsóknirnar, gera boðskort eða kynningarkort sem er nothæft allan ársins hring. Rætt var um að hafa opið á laugardögum.
  4. Tollamál til umræðu. Mál Rúríar hjá Tollinum leystist. Harpa Fönn Sigurjónsdóttir lögfræðingur Myndstefs er búin að skrifa bréf til Tollsins og Menntamálaráðherra þar sem skilgreina þarf betur hvað er listaverk í viðkomandi lagagrein.
  5. Vinnustofa Berlín til umræðu. Formaður ræddi um hugmynd varðandi vinnustofuna í Berlín og bjóða ungum listamönnum til að dvelja þar í heilan mánuð og að fara í samstarf við gallerí í Berlín um að sýna verk eftir þessa listamenn. Hægt að bjóða bæði karl og konu í sitthvorum mánuðinum. Framkvæmdastjóri sagði frá samstarfi sendiráðs Íslands og vinnustofu SÍM í Berlín.
  6. Listamannalaun til umræðu. Rætt var um tengsl nefndarmanna við umsóknaraðila og ljóst var að Sara Riel sem hafði verið tilnefnd í nefnd um starfslaun listamanna af hönd stjórn væri vanhæf þar sem skyldleiki hennar við umsækjanda er mikill. Halldór Ásgeirsson tilnefndi þá varamann sem er Pétur Örn (man ekki hvers son hann er).
  7. Önnur mál. Skoðuð voru myndböndin sem hafa verið gerð fyrir herferðina Borgum myndlistarmönnum.
  8. Laun formanns til umræðu. Formaður steig af fundi og framkvæmdastjóri sagði frá launataxta BHM. Stjórn samþykkti að greiða fyrir sérverkefni sem formaður tæki að sér 120.000 kr. Ákveðið var að formaður fengi hækkun frá og með 1. ágúst 2015. Stjórn samþykkir hækkun laun formanns og að fylgja launataxta BHM.

 

Fundi slitið kl.12.03

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com