Stjórnarfundur SÍM föstudaginn 29. janúar 2016

Fundargerð

Stjórnarfundur SÍM föstudaginn 29. janúar 2016 kl. 10:00-12:00
haldinn í SÍM húsinu Hafnarstræti 16.

 

Mættir eru: Jóna Hlíf Halldórsdóttir formaður, Ingibjörg Gunnlaugsdóttir framkvæmdastjóri, Erla Þórarinsdóttir varaformaður, Steingrímur Eyfjörð, Sindri Leifsson og Gunnhildur Þórðardóttir sem ritar fundinn. Berglind Helgadóttir verkefnastjóri Dags myndlistar var með kynningu.

 

Fundur settur kl. 10.15

 

 1. Fundargerð seinasta fundar til samþykktar. Fundargerð síðasta fundar samþykkt.
 2. Herferðin VIÐ BORGUM MYNDLISTARMÖNNUM, til umræðu. ( Kynningar, Skaftfell ofl).

Formaður ræddi um kynningar sem hún hefur farið í með verkefnastjóra samnings um þóknun til myndlistarmanna, Ásdísi Spanó, hjá menningaráði Reykjavíkurborgar. Einnig var rætt um áætlaðar kynningar sem formaður og verkefnastjóri munu fara í hjá hinum sveitarfélögunum. Formaður hélt einnig kynningu fyrir FÍSOS og gekk vel. Vinstri grænir komu í heimsókn í SÍM húsið til að fræðast um herferðina og samninginn. Formaður hefur fylgt eftir kynningum með símtölum og tölvupósti auk þess reynt að fá tíma til að kynna samninginn fyrir menntamálaráðherra. Formaður ræddi um samskipti við Skaftfell og þóknun til listamanna. Rætt var um að halda þessu í umræðunni og virkja myndlistarmenn í að skrifa greinar og fleira auk þess að halda baráttufund eða eitthvað slíkt eftir aðalfundinn til að minna á herferðina.

 1. STARA – til umræðu. Formaður ræddi við framkvæmdastjóra Bíó Paradís og munu þau sýna Borgum myndlistarmönnum herferðina sem auglýsingar í bíóinu og í staðinn fá þau auglýsingu í STARA. Stjórn samþykkti að gefa STARA út tvisvar í ár og verður það prentað í einhverjum eintökum. Blaðið verður veglegra og lagt meira upp úr framsetningu.
 2. DAGUR MYNDLISTAR – til umræðu. ( Berglind Helgadóttir verður með kynningu). Berglind kynnti hvernig hún vann að verkefninu Dagur myndlistar. Rætt var um að hafa opnar vinnustofur í heilan mánuð á þessu ári. Í ár var fyrst notað INSTAGRAM á en á þessu ári verður bætt við appinu SNAPCHAT. Seljavegur vinnustofur verða 10 ára í ár og verður haldin einhver hátíð í tengslum við Dag myndlistar. Rætt var um að gera aðgang að vinnustofunum greinilegri og hafa einhvers konar móttöku. Fjölmiðlaumfjöllun var í lágmarki, eitt útvarpsviðtal, þrjár greinar voru birtar í blöðunum og viðtal í Fréttablaðinu. Mikil ánægja með listamennina og kynningar í skólunum. Berglind hafði samband við bókasöfnin og þau voru virk í að kynna sínar myndlistarbækur á meðan á Degi myndlistar stóð. Rætt var um að auka samstarf við LHÍ. Berglind mun verða verkefnastjóri Dags myndlistar aftur fyrir 2016.
 3. Tilraunaverkefni SÍM – að bjóða ungum félagsmönnum að dvelja frítt í BERLÍN – til umræðu (Muggur).

SÍM auglýsti eftir ungum myndlistarmönnum sem eru félagsmenn í SÍM til að bjóða þeim að gista ókeypis í vinnustofu SÍM í Berlín. Eitt tímabilið væri í mars og seinna í september. Stjórn samþykkti að sækja um dvalarstyrk í Mugg fyrir listamanninn.

 1. Aðalfundur SÍM – til umræðu. Rætt var um aðalfund sem verður 14. apríl 2016.Steingrímur mun gefa aftur kost á sér en tímabili Gunnhildar lýkur.
 2. Félagsfundur á Akureyri – til umræðu. Formaður mun halda félagsfund á Akureyri 13. Febrúar næstkomandi í samvinnu við Myndlistarfélagið á Akureyri. Rætt var um að myndlistarmenn á landsbyggðinni geti nýtt sér aðstöðuna í gestavinnustofunni á Seljavegi.  Formaður verður með kynningu á samningi um þóknun til listamanna þann 26. febrúar næstkomandi á Akureyri ásamt Ásdísi Spanó.
 3. Listamannalaun – til umræðu. Rætt var um listamannalaun og þá umræðu sem hefur átt sér stað í kjölfar úthlutanna. BÍL hefur sett saman starfshóp til að skoða ferlið. Erfitt að fá fólk í nefndirnar þar sem flestir sækja um.
 4. Listskreytingarsjóður – til umræðu. Ingibjörg framkvæmdastjóri sagði frá listskreytingasjóði en ekki hefur verið úthlutað í fimm ár. Nýr formaður listskreytingasjóðs verður valin af Menntamálaráðuneytinu.
 5. Innkaupanefnd Reykjavíkurborgar. Stjórn þarf að tilnefna einn í innkaupanefnd og munu stjórnarmeðlimir senda tillögur með tölvupósti.
 6. Önnur mál.

 

Fundi slitið kl. 12.07

 

 

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com