Stjórnarfundur SÍM föstudaginn 21. nóvember 2014

Fundargerð

 

 1. Stjórnarfundur SÍM föstudaginn 21. nóvember 2014 kl. 10:00-13:00
  haldinn í SÍM húsinu Hafnarstræti 16.

 

Mættir eru: Steingrímur Eyfjörð, Erla Þórarinsdóttir, Jóna Hlíf Halldórsdóttir formaður, Ingibjörg Gunnlaugsdóttir framkvæmdastjóri, Kristjana Rós Guðjohnsen og Gunnhildur Þórðardóttir ritar fundinn.

Dagskrá fundar

Fundur settur kl. 10.09

 

 1. Fundargerð síðasta fundar til samþykktar. Fundargerð síðasta fundar samþykkt.
 2. Fundurinn í Iðnó – næstu skref – til umræðu. Almenn ánægja félagsmanna með Dag myndlistar og baráttufundinn í Iðnó. Í kjölfar fundarins í Iðnó boðaði formaður fólk á fund sl.fimmtudag til að ákveða næstu skref en það var dræm þátttaka þar sem einungis Ásmundur Ásmundsson og Unnar Örn mættu. Mikilvægt að halda áfram að ýta á að hækka myndlistarsjóð. Jóna Hlíf mun skrifa grein í fréttablaðið. Halldór Árni Sveinsson kvikmyndatökumaður tók upp fundinn í Iðnó og Árni Sæberg tók ljósmyndir. Mikilvægt að eiga heimildir um slíka fundi s.s. ljósmyndir. Gunnhildur kannar hvort hægt sé að nálgast ljósmyndir hjá Árna og Ingibjörg talar við Halldór. Formaður ræddi um að skipuleggja slíka fundi betur og undirbúa spurningar fyrir umræður. Rætt var um að halda annan fund jafnvel í Iðnó til að hamra járnið meðan það er heitt og finna púlsinn og styrkja samstöðu í félaginu.
 3. Dagur Myndlistar – til umræðu. Dagur myndlistar gekk mjög vel, almennt góð þátttaka og mikil umfjöllun bæði í útvarpi, ritmiðli og á netinu. Greinar eftir bæði myndlistarmenn, alþingismenn og fl. birtar í nokkra daga fyrir daginn í stóru blöðunum. Kynningar ganga vel í skólum en farið verður í 30 skóla á landinu. Elísabet verkefnastjóri mun koma á fund stjórnar í janúar til að ræða Dag myndlistar og skila greinagerð.
 4. STARA II útgáfa – til umræðu. Blaðið er mjög vandað og rúmlega 600 manns búin að lesa. Formaður lagði til að skipa ritnefnd fyrir næsta blað sem myndi hittast einu sinni áður en blaðið er gefið út til að þróa það og gera trúverðugra. Í ritnefnd væru formaður, Elísabet Brynhildardóttir sem setur upp blaðið og þá mun stjórn ákveða einn myndlistarmann einnig biðja listfræðingafélagið að tilnefna einn listfræðing fyrir ritnefndina. Mögulega að hafa greinar frá norðurlöndunum og fá styrk fyrir því. Hægt væri að hafa nýju hugtökin og útskýra þau.
 5. Heimsíða SÍM, Heimasíða Dags Myndlistar – til umræðu. Rætt var um mikilvægi heimasíðu SÍM og Dags myndlistar og að hún sé virk. Stefnt er að þvi að fyrir næsta aðalfund verði búið að uppfæra og laga ýmislegt á báðum heimasíðum.
 6. Gjaldskrá SÍM – til umræðu. Rætt um að gjaldskrá SÍM verði uppfærð en sett verður ný gjaldskrá þegar SÍM hefur fengið aðild að BHM. (Ásmundur Ásmundsson var óánægður með þá upphæð sem Dagur myndlistar bauð fyrir kynningu í skóla og lét í sér heyra á netmiðlum). Rætt var um að þrýsta á menntamálaráðuneytið að eyrnamerkja pening fyrir kynningarverkefni Dags myndlistar í skólum landsins eins og gert er fyrir verkefnin Tónlist fyrir alla og Skáld í skólum.
 7. Tilnefna í Innkaupanefnd Listasafns Reykjavíkur – til umræðu og samþykktar. Stjórn tilnefnir Ingibjörgu Jónsdóttur eða Eirúnu Sigurðardóttur.
 8. Félagsfundur 1. desember – BHM – LHÍ – til umræðu. BHM kemur á félagsfundinn með erindi og LHÍ verður með kynningu. Stjórn SÍM verður á staðnum til tals við félagsmenn. Opinn fundur, samræður, boðið upp á súpu og piparkökur.
 9. Korpúlfsstaðir – rekstur til SÍM – til umræðu. Framkvæmdastjóri sagði frá ársreikningi Rekstarfélags sjónlistarmiðstöðvarinnar á Korpúlfsstöðum og lagði til að SÍM tæki yfir rekstur aftur þar sem SÍM rekur hvort eð er Korpúlfsstaði. Það hefur nú safnast í smá sjóð.
 10. Samningar – til umræðu og skoðunar. Rætt var um mikilvægi þess að skoða samninga sem lúta að myndlistarmönnum, bæði uppfæra, endurnýja og bæta við. Kanna hvað Listasafn Reykjavíkur rukkar fyrir að lána verkin sín t.d. til sendiráðana. Sendiráðinn eru með verk eftir listamenn og greiða ekkert fyrir en launin eru heiður fyrir listamanninn og kynning. Hvernig á að taka á þessu? Taka viðmið við Norðurlöndin og hafa aukinn aðgang að upplýsingum og samningum fyir félasmenn á heimasíðu SÍM. SÍM geri gjaldskrá og við stofnum starfshóp um þessi mál, framkvæmdastjóri SÍM mun vera yfir þessari nefnd. Hafa samningana tilbúna fyrir næsta aðalfund til samþykktar. Starfshópur samninga Ingibjörg framkv.stjóri, einn frá myndstef og tveir myndlistarmenn, Jón Óskars og Guðjón Ketilsson.
 11. Myndstef-fundur – til umræðu. Formaður ræddi um að bréf starfsmanna Myndstef eru ekki nógu vönduð og orðalag ætti að vera öðruvísi annars var fundurinn góður og mörg sjónarmið komu fram. Rætt var um heimasíðuna Sarpur.is sem er ekki nógu dynamisk. Stjórn lesi vel yfir allan póst og bréf sem tengjast SÍM og send á vegum Myndstef.
 12. Starfsnemi SÍM – nýr bæklingur fyrir gestavinnustofu til sýnis. Þýskur starfsnemi gerði nýjan bækling fyrir gestavinnustofuna og gerði það mjög vel. Hún tók fallegar myndir af gestavinnustofunni en bæklingurinn er í prentun.
 13. Nýr starfsmaður byrjar 1. des. – til umræðu. Arna er að hætta á skrifstofunni og stjórn lagði til að hafa jólafund bæði starfsmenn SÍM og stjórn saman til að kveðja Örnu og veita henni þakkargjöf. Formaður lagði til að varamaður formanns fengi starfshlutfall svo hægt sé að taka á fleiru málum enda verður aukinn vinna varðandi BHM.
 14. Fundartími 2015 og Aðalfundur 2015 – til umræðu og samþykktar. Fundartími stjórnar verður framvegis á föstudögum. Aðalfundur 2015 í byrjun apríl og hafa nýja heimasíðu tilbúna sem og heimasíðu Dags myndlistar sjá frekar í lið 5.
 15. Birta ársreikning á netinu – til umræðu og samþykktar. Stjórn samþykkir að setja upplýsingar um ársreikninga á vefsíðu SÍM tvö ár aftur í tímann.
 16. Staða SÍM lok ársins. Ingibjörg kynnti fjárhagstöðu SÍM. Reksturinn er í föstum skorðum en það hafa bæst við útgjaldarliðir s.s. STARA og fundurinn í Iðnó og Dagur myndlistar. SÍM á fyrir útgjöldum og einhvern afgang eftir en það má ekki mikið út af bera.
 17. KÍM. Rætt var um hvernig KÍM vinnur og erfiðleika sem að því steðja og hvað sé hægt að gera.
 18. Samtal við fulltrúa SÍM í Myndlistarráði. Ásmundur Ásmundsson og Ósk Vilhjálmsdóttir komu á fund og ræddu um starf sitt í myndlistarráði en þau tala máli listamanna svo að úthlutuninn fari ekki öll í listastofnanirnar. Ásdís Spanó er að vinna skýrslu fyrir myndlistarráð sem mögulega gæti verið tilbúin fyrir málþingið sem áætlað er 28. nóvember nk í Listasafni Reykjavíkur. Myndlistarráð gegnir lögbundnu hlutverki en þeirra áhersla er að stofna myndlistarmiðstöð og innlyksa KÍM inn í það.
 19. Önnur mál. Rætt var um að formaður færi í ferð til Norðurlandanna til að kanna aðstæður og auka samstarf en þetta er á döfinni. Ingibjörg sagði frá BIN billede kunstnere i Norden sem eru samtök formanna aðildafélaga myndlistarmanna á Norðurlöndunum. Ingibjörg lagði til að halda fund formanna og mikilvægt að finna þema fyrir þann fund. Formaður sagði frá bréfi sem hún fékk frá samtökum Norður Norskra myndlistamanna.

 

Fundi slitið kl:13.00

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com