Stjórnarfundur SÍM föstudaginn 19. júní 2015

Stjórnarfundur SÍM föstudaginn 19. júní 2015 kl. 10:00-12:00
haldinn í SÍM húsinu Hafnarstræti 16.

 

Mættir: Jóna Hlíf, Sindri Leifsson, Erla Þórarinsdóttir, Steingrímur Eyfjörð.

 

  1. Fundargerð seinasta fundar til samþykktar.

Fundargerð síðasta fundar samþykkt.

 

  1. KÍM – aðalmaður og varamaður í KÍM

Lagt til að Sirra verði aðalmaður og Bjarki Bragason, varamaður. Sirra gengur í SÍM.

 

  1. Lokun Moskunnar – aðgerðir

Formaður sendi yfirlýsingu á alla félagsmenn og fjölmiðla varðandi brot á tjáningarfrelsi listamannsins. Formaður fór í viðtal á Stöð 2 í fréttatíma og útvarpi Sögu í hálftíma viðtal.

Jóna fór á fund með Kolbrúnu í BÍL beðið með yfirlýsingu þar til greinargerð verði komin frá KÍM. Þegar greinargerðin er komin sendir Jóna aftur út tilkynningu og einnig á systrafélögin á Norðurlöndum og samstarfsfélög BÍL í Evrópu.

 

  1. Fundur fólksins – til umræðu

Af hverju að borga myndlistarmönnum?

Fundurinn var frábær og nytsamlegur. Gott samtal milli aðila. Formaður laðgi til að fyrsti kynningarfundur SÍM verði haldinn í Norræna húsinu.

Fundur fólksins er aðgengilegur á heimasíðu Norræna hússins, hann var allur tekinn upp. Setja linkinn á heimasíðu SÍM.

 

  1. 4. tölublað STARA – til umræðu

Kemur út í ágúst. Formaður talar um herferðina Borgum myndlistarmönnum. Feneyjatvíæringurinn.

Björg í KÍM segir frá og telur upp kosti og galla ferlisins um Feneyjatvíæringinn.

Skaftfell verður með grein. Mynningarbrot, Helgi Þorgils.

 

  1. Borgum myndlistarmönnum – Herferðin til umræðu.

Nánar lýst í starfsáætun stjórnar SIM. Berglind sem sér um Dag myndlistar tekur saman helstu niðurstöður könnunarinnar fyrir fundinn í haust. Helga Óskarsdóttir hannar heimasíðu Borgum Myndlistarmönnum.

Útbúið verði fundarefni í tösku sem merkt er SÍM og fólk geti tekið með sér heim. Einnig að gert verið barmmerki. Hugmynd um að breyta lógói SIM.

 

7.Salurinn. Útúrdúr komi með bækur og starfsemi í salinn, borgi ekki leigu en komi með starfsmann. Opið á skrifstofutíma.

Skoða á hvort hægt verði að halda sýningu gestalistamanna í gryfjunni á Seljaveginum.

 

  1. Tiltekt í SÍM – hugmynd að fá Nýló til að setja upp safneigna sýningu sem væri bæði fræðandi og gefandi. Sýningarnar stæðu í ca. 2 ár. Gefin verði út bæklingur. Hugmyndinni vel tekið. Breyta þarf ímynd SÍM og breyta orkunni í húsinu. Bjóða fleirum að halda fundi í fundarherberginu. Nauðsynlegt að húsið verði meira lifandi.

 

  1. Samningur frá Starfshópnum – til umræðu.

 

  1. Annað.

Rætt um heiðurslaun listamanna sem eru í endurskoðun.

 

Fundi slitið kl.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com