Stjórnarfundur SÍM föstudaginn 18. nóvember 2016

Stjórnarfundur SÍM föstudaginn 18. nóvember 2016

Mættir voru Jóna Hlíf, Eyrún Sigurðardóttir, Ingibjörg Gunnlaugsdóttir, Steingrímur Eyfjörð, Helga Óskarsdóttir og Erla Þórarinsdóttir

1. Fundargerð seinustu tveggja funda til samþykktar.

2. Aðalfundur IAA Europe í Berlín og málþing – til umræðu
Ingibjörg og Jóna fóru á fundinn. Hittu þar Hildi formann norsku regnhlífarsamtaka myndlistar. Hún vill koma á málþingið sem mun verða haldið á næsta ári og tala um framlagssamninginn í Noregi. Sótt verður um styrk til ferðarinnar frá NKK

3. Málþing í mars – til umræðu
Undirbúa málþingið í janúar og febrúar. Gera það veglegt. Athuga með að halda það í Gamla bíó. Gott þykir að gera einfalda könnun á aðstæðum félagsmanna fyrir fundinn og fá aktúellar upplýsingar

4. Undirskriftasöfnun – til umræðu
362 undirskriftir eru komnar. Stefnt er að ná 1000

5. Beiijing-tvíæringur – val á 5 listamönnum – til umræðu
Upplýsingar um tvíæringinn verða sendar félagsmönnum og geta áhugasamir sótt um

6. VIð borgum myndlistarmönnum – Reiknivél
Reiknivél er nú á vef SÍM og eru myndlistarmenn hvattir til að nýta sér hana

7. Samstarfsverkefni við KÍM – til umræðu
SÍM og KÍM eru í samstarfi um verðandi residency í Lissabon með sýningu í safni. Við verðum með samsvarandi vinnustofudvöl fyrir portúgalskan listamann hér

8. Jólafundur
Jólafundur stjórnar verður haldinn 16. desember

9. Annað
“Kanill” jólasýning félagsmanna opnar 2. desember
Artótekið er að virka, u.þ.b. 200 samningar eru að jafnaði í gangi. Vegna breytinga á vef Bókasafns Reykjavíkur, mun SÍM taka að sér að sjá um að annast peningamálin. 30% af verði verka fer í umsýslugjald og mun Safnið og SÍM skipta þeirri þóknun og taka 15 % hvor.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com