Stjórnarfundur SÍM fimmtudaginn 9. júní 2011

Fundargerð

 1. Stjórnarfundur SÍM fimmtudaginn 9. júní 2011 kl. 10:00
  haldinn í SÍM húsinu

 

Mættir voru: Hrafnhildur Sigurðardóttir formaður, Ásta Ólafsdóttir varaformaður, Dósla – Hjördís Bergsdóttir, sem kom inn sem varamaður fyrir Katrínu Elvarsdóttur og Ingibjörg Gunnlaugsdóttir framkvæmdastjóri. Katrín Elvarsdóttir og Hildigunnur Birgisdóttir boðuðu forföll.

Fundur settur. kl. 10:10

 1. Fundargerð síðasta fundar borin upp til samþykktar. Fundargerð síðasta fundar telst samþykkt þar sem ekki hafa borist athugasemdir.
 2. Stjórnarformaður Myndstefs Ragnar Th. Sigurðsson kemur á fundinn – til kynningar. Ragnar hefur starfað í 1 ár. Fylgiréttargjöld eru gjöld sem koma til við endursölu á verkum og renna til höfundar eða erfingja hans. Lögin komin frá Evrópu. Höfundir þurfa að vera duglegir að skrá öll verk til að fá þessi gjöld. Fram kom að ríkið er rukkað fyrir afritun verka t.d. Í skólum í gegnum Fjölís og fær Myndstef hluta af þeim greiðslum. Verið sé að vinna að því að fá greiðlu fyrir netnotkun í kennsluefni í gegnum menntamálaráðuneytið. Umræður um höfundarétt myndefnis og bækling sem verið er að vinna að og liggur hér á fundinum. Fram kom að verð sé að stöðva möguleika almennings til að nota myndefni af netinu með þessu plaggi og að lögin geti unnið á móti myndlistarmönnum. Ragnar segir þetta ekki vera flókið og samræmast lögum Evrópusambandsins. Myndstef er ekki að lögsækja fólk fyrir ólöglegt “download.” Ríkið ætti að greiða ákveðna upphæð til Myndstefs fyrir slíka notkun svo hægt sé að deila út þeirri upphæð til listamanna. Gjaldskrá frá Myndstefi lög fram. Fram komu áhyggjur um að slíkar greiðslur myndu draga úr kennslu á íslenskri myndlist í skólum landsins. Fjölís er að vinna að því fyrir Myndstef að fá mrn til að greiða fyrir birtingu og notkun á höfundaverkum listamanna í opinberum stofnunum. Rætt var um að SÍM þyrfti að kom að þeirri ákvarðanatöku. Fram kom að myndlistarmenn geti afsalað sér höfundarrétti og fá þá ekki greiðslu fyrir birtingu verka sinna ef þeir óska þess. Gjaldskrá Myndstefs er byggð á því að allir eru jafnt metnir til greiðslu. Söfnin hér hafa ekki viljað setja myndir út á netið og kenna Myndstefi um vegna kostnaðar á birtingu, sem er óskiljanlegt þar sem kostnaðurinn til Myndstefs vegna slíkrar birtingar er ekki mikill fyrir þau. Söfnin átelja Myndstef fyrir að standa í vegi fyrir að þau geti ekki gert kynningu á verkum safnanna. Umræður um þessi málefni halda áfram. Fram kemur að ríkissjónvarpið virðist ekki hafa áhuga á að gera þætti um myndlist. Höfundur verks getur krafið Myndstef um að rukka inn greiðslu fyrir birtingu verka hans í fjölmiðlum. Höfundur sem ekki hefur samband við Myndstef fær ekki greitt þar sem Myndstef gerir þetta ekki án beiðni. Listasaga Íslands er að koma út og þar eru greidd höfundarlaun en þar var gefinn magnafsláttur af þeim. Ragnari þakkað fyrir upplýsingarnar og hann gengur af fundi.
 3. Fundur með efnahags- og skattanefnd. Formaður greinir frá fundinum – til kynningar. Hrafnhildur mætti á fund efnahags og skattanefndar s.l. föstudag. Greinargrð frá Kolbrúnu hafði verið send til þeirra ásamt minnisblaði og bréfi frá Katrínu Júlíusdóttur. Nefndin kom óundirbúin á fundinn. Í nefndinni eru m.a. Lilja Mósesdóttir, Herbert Þór, Helgi Hjörvar, Pétur Blöndal. Hrafnhildur ætlar að senda okkur gögn sem tengjast fundinum í tölvupósti. BÍL ætlar að fylgja þessu máli fast eftir og ætlar hugsanlega að fá lögfræðiþjónustu til að vinna að tillögum að lögum sem verða afhend alþingisnefndinni. Ef til þess kemur vill SÍM að kostnaði verði skipt jafnt á milli aðildarfélaga, en ekki í miðað við höfðatölu.
 4. Staða mála á Nýlendugötu og Seljavegi. Ingibjörg kynnir. Seljavegur: Vandamál var að fá íbúðirnar samþykktar hjá Brunamálastofnun. Eldvarnarhurðir eru til staðar sem lokast sjálfkrafa ef upp kemur eldur. Brunaverkfræðingur skoðaði þetta og sá enga vankanta á þessu. Allt löglegt núna og öll slökkvitæki eru prófuð og endurnýjuð reglulega. Lokið hefur verið að semja við ríkið sem hefur greitt endurbæturnar á kerfinu. Samningurinn er ótímabundinn með hálfs árs uppsagnarfresti. Nýlendugatan: hæð til búin til útleigu 3. hæð að verða tilbúin . Líklega ekki hægt að opna fyrr en 1. júlí . Búið er að leigja út allar vinnustofur . Hugmyndir um að nýta pláss á neðstu hæðinni undir veitingahús og þegar eru komnir aðilar sem hafa áhuga á að opna þar. Eins hafa hönnuðir tekið á leigu hálfa neðri hæðina undir gallerí. Enginn vaskur er í vinnustofum aðeins á salerni. Engin opin kaffiaðstaða heldur. Ekki búið að ganga frá brunavörnum þarna, en verður gert áður en opnað er.
 5. Myndlistarsjóður – til kynningar og umræðu. Ákveðið að fresta þessum lið.
 6. Verklagsreglur stjórnar SÍM vegna skipan í nefndir – til umræðu. Ákveðið að fresta þessum lið.
 7. Siðareglur vegna setu í stjórnum og nefndum á vegum samtakanna – til umræðu. Ákveðið að fresta þessum lið.
 8. Launasjóður myndlistarmanna og verklagsreglur hans– til umræðu.     Ákveðið að fresta þessum lið, en Guðný Magnúsdóttir kemur á næsta fund til að ræða um starf hennar í úthlutunarnefnd launasjóðsins á síðasta ári.
 9. Önnur mál.:
 10. Á næsta fundi verður rætt um mætingu stjórnarmanna á stjórnarfundi.
 11. Bent var á að fundargerð aðalfundar hafi ekki verið send út. Hún verður send út fljótlega.

Fundi slitið klukkan 12:20

 

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com